Fréttir
Ársreikningur 2010
Helstu niðurstöður úr ársreikningi Byggðastofnunar fyrir árið 2010:
- Tap stofnunarinnar á árinu nam 2.628 mkr.
- Hreinar vaxtatekjur voru jákvæðar um 534 mkr. samanborið við 685 mkr. hreinar vaxtatekjur á árinu 2009.
- Rekstrartekjur námu 229 mkr.
- Almenn rekstrargjöld, styrkir og framlög til atvinnuþróunarfélaga námu 496 mkr.
- Framlög í afskriftarreikning útlána, og matsbreyting hlutafjár nam 2.894 mkr.
- Handbært fé til rekstrar var 1.621 mkr.
- Endanlega töpuð útlán námu 2.641 mkr.
- Eignir námu 16.994 mkr. og hafa lækkað um 6.720 mkr. frá árinu 2009. Þar af voru útlán 14.064 mkr.
- Skuldir námu 17.492 mkr. og hafa lækkað um 5.092 mkr. frá árinu 2009.
- Veittar ábyrgðir utan efnahagsreiknings námu 221 mkr.
- Eiginfjárhlutfall skv. lögum um fjármálafyrirtæki er -2,4% en skal að lágmarki vera 8% af eiginfjárgrunni.
Um ársreikninginn
Vegna erfiðs efnahagsástands hefur stofnunin þurft að leggja aukna fjármuni inn á afskriftarreikning útlána vegna mögulegrar taphættu. Á árinu 2010 var þessi fjárhæð 2.894 mkr. í samanburði við 3.721 mkr. árið 2009. Hlutfall afskriftarreiknings af heildarútlánum 25,6%.
Skýrist tap stofnunarinnar á árinu af þessum varúðarfærslum.
Hreinar vaxtatekjur stofnunarinnar námu 534 mkr. og hafa dregist saman frá árinu 2009.
Horfur
Í árslok var eiginfjárhlutfall -2,4% eins og að ofan greinir. Ákvæði laga um fjármálafyrirtæki segja til um að eigið fé skuli að lágmarki vera 8% af áhættugrunni og uppfyllti stofnunin því ekki ákvæði laga þar um í lok árs 2010. Ljóst er því að ríkissjóður þarf að leggja stofnuninni til fjármuni eigi lánastarfsemi að halda áfram.
Alþingi samþykkti í fjárlögum 2011, heimild til að efla eigið fé Byggðastofnunar um allt að 1.000 mkr. að fenginni úttekt iðnaðarráðuneytisins á framtíðarfyrirkomulagi lánastarfsemi stofnunarinnar.
Iðnaðarráðherra hefur skipað nefnd til að gera tillögur um framtíðarfyrirkomulag á lánastarfsemi stofnunarinnar. Nefndinni er ætlað að skila tillögum sínum eigi síðar en 1. maí nk.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar veitir Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri Byggðastofnunar í síma 455 5400 eða á netfanginu adalsteinn@byggdastofnun.is
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember