Fréttir
Árshlutauppgjör janúar - júní 2014
Árshlutareikningur Byggðastofnunar fyrir tímabilið janúar – júní 2014, var staðfestur af stjórn stofnunarinnar 22. ágúst 2014.
Hagnaður tímabilsins nam 75,3 milljónum króna. Eiginfjárhlutfall í lok júní skv. eiginfjárákvæðum laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki var 16,36% en var 16,0% í lok árs 2013.
Um stofnunina gilda lög um Byggðastofnun nr. 106/1999 og reglugerð nr. 347/2000. Hlutverk Byggðastofnunar er að vinna að eflingu byggðar og atvinnulífs á landsbyggðinni. Í samræmi við hlutverk sitt vinnur stofnunin að undirbúningi, skipulagi og fjármögnun verkefna og veitingu lána með það að markmiði að treysta byggð, efla atvinnu og stuðla að nýsköpun í atvinnulífi. Fjármögnun verkefna skal eftir föngum vera í samstarfi við aðra. Byggðastofnun fylgist með þróun byggðar í landinu, m.a. með gagnasöfnun og rannsóknum. Stofnunin skipuleggur og vinnur að atvinnuráðgjöf í samstarfi við atvinnuþróunarfélög, sveitarfélög og aðra. Stofnunin getur gert eða látið gera áætlanir um þróun byggðar og atvinnulífs í þeim tilgangi að treysta búsetu og atvinnu í byggðum landsins. Stofnunin getur einnig tekið þátt í gerð svæðisskipulags samkvæmt skipulagslögum.
Helstu niðurstöður úr árshlutareikningi Byggðastofnunar janúar – júní 2014
- Hagnaður tímabilsins nam 75,3 milljónum króna.
- Eiginfjárhlutfall skv. lögum um fjármálafyrirtæki var 16,36% en skal að lágmarki vera 8%
- Hreinar vaxtatekjur voru 172,7 milljónir króna eða 41,6% af vaxtatekjum, samanborið við 221,3 milljónir króna (42,0% af vaxtatekjum) hreinar vaxtatekjur á sama tímabili 2013.
- Laun og annar rekstrarkostnaður nam 204,9 milljónum króna samanborið við 176,9 milljónir á sama tímabili 2013.
- Eignir námu 14.506 milljónum króna og hafa lækkað um 366,0 milljónir frá áramótum. Þar af voru útlán og fullnustueignir 11.087 milljónir.
- Skuldir námu 12.129 milljónum króna og lækkuðu um 441,3 milljónir frá áramótum.
- Veittar ábyrgðir utan efnahagsreiknings námu 20,4 milljónum króna.
Um árshlutauppgjörið
Hagnaður tímabilsins nam 75,3 milljónum króna. Skýrist hagnaður tímabilsins fyrst og fremst á lægri framlögum á afskriftarreikning útlána og matsbreytingu hlutabréfa.
Eiginfjárhlutfall Byggðastofnunar var 16,36% í lok tímabilsins.
Horfur
Fyrir Héraðsdómi Norðurlands vestra var á árinu 2013 rekið dómsmál þar sem tekist var á um lögmæti þess að skuldbreyta verðtryggðum lánum í íslenskum krónum í lán í erlendum myntum með útgáfu viðauka. Dómur féll þar 29. nóvember 2013, þar sem fallist var á lögmæti svo skuldbreyttra lána Byggðastofnunar og hefur dómnum verið áfrýjað og er von á niðurstöðu Hæstaréttar á síðari hluta ársins 2014. Veðandlag hins umdeilda láns var selt á nauðungarsölu í apríl 2014 og hefur stofnunin fengið kröfu sína greidda að fullu. Uppreiknuð lán stefnanda námu 213 milljónum króna en verði fallist á kröfur hans munu þau lækka um allt að 50% Samsvarandi útlán hjá stofnuninni nema að kröfuvirði 512,4 milljónum króna. Ekki hefur verið fært sérstakt varúðarframlag á afskriftarreikning vegna þessa. Að mati lögmanns Byggðastofnunar benda dómar Hæstaréttar, sem fallið hafa í sambærilegum málum (sbr. t.d. Hrd. 498/2013), eindregið til þess að Byggðastofnun verði sýknuð.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar veitir Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri Byggðastofnunar í síma 455 5400 eða á netfanginu adalsteinn@byggdastofnun.is
Fréttasafn
- 2025
- janúar
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember