Fara í efni  

Fréttir

Árshlutauppgjör Byggðastofnunar 30. júní 2009

Árshlutareikningur Byggðastofnunar fyrir tímabilið janúar til júní 2009, var staðfestur af stjórn stofnunarinnar 28. september 2009. Tap tímabilsins nam 1.663 mkr.  Samkvæmt árshlutauppgjörinu er eigið fé stofnunarinnar neikvætt um 118,7 mkr.


Helstu niðurstöður úr árshlutauppgjöri Byggðastofnunar fyrir tímabilið janúar til júní 2009

  • Tap stofnunarinnar á tímabilinu nam 1.663 mkr.
  • Hreinar vaxtatekjur voru jákvæðar um 425,6 mkr. samanborið við 207,4 mkr. jákvæðar vaxtatekjur á sama tímabili 2008.
  • Rekstrartekjur námu 310,2 mkr.
  • Almenn rekstrargjöld námu 237,6 mkr.
  • Framlög í afskriftarreikning útlána og matsbreyting hlutafjár námu 2.161 mkr.
  • Eignir námu 22.790 mkr. og hafa lækkað um 518.6 mkr. frá áramótum.  Þar af voru útlán 18.901 mkr.
  • Skuldir námu 22.909 mkr. og hafa hækkað um 1.145 mkr. frá áramótum.
  • Veittar ábyrgðir utan efnahagsreiknings námu 374,8 mkr.
  • Eiginfjárhlutfall skv. lögum um fjármálafyrirtæki er -4,74% en skal að lágmarki vera 8%

Um árshlutauppgjörið

Vegna þeirra erfiðleika sem dunið hafa yfir íslenskt efnahagslíf undanfarna mánuði hefur stofnunin þurft að leggja aukna fjármuni inn á afskriftarreikning útlána vegna mögulegrar taphættu.  Á tímabilinu nam þessi fjárhæð 1.930 mkr. í samanburði við 1.237 mkr. allt árið 2008.  Skýrist tap stofnunarinnar og neikvætt eiginfjárhlutfall á tímabilinu af þessum varúðarfærslum.

Hreinar vaxtatekjur stofnunarinnar námu 425,6 mkr. og hafa aukist jafnt og þétt undanfarin ár.

Nýjar lánveitingar drógust saman á tímabilinu og námu 612 mkr. samanborið við 2.239 mkr. á sama tímabili 2008.

Í byrjun ársins gaf stofnunin út skuldabréf og bauð í lokuðu útboði og nam útgáfufjárhæðin 1.000 mkr.  Töluverð umframeftirspurn var eftir skuldabréfunum en fyrirhugað er að bæta við skuldabréfaflokkinn síðar á þessu ári.

Horfur

Fjármálaeftirlitið hefur gefið stofnuninni frest til 8. desember 2009 til að koma eiginfjárhlutfallinu upp fyrir 8% lágmark. 

Af hálfu stjórnar hefur iðnaðarráðherra verið gerð grein fyrir stöðu mála.  Nauðsynlegt er að auka eigið fé stofnunarinnar til að uppfylla kröfur laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki um lágmarkseiginfjárhlutfall fjármálafyrirtækja.   Verði það ekki gert leikur verulegur vafi á áframhaldandi rekstrarhæfi stofnunarinnar.

Iðnaðarráðherra og fjármálaráðherra hafa lýst því yfir að ríkisstjórnin hafi ákveðið að leita heimilda á fjáraukalögum til að tryggja lágmarks eiginfjárhlutfall stofnunarinnar.

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar veitir Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri Byggðastofnunar í síma 455 5400 eða á netfanginu adalsteinn@byggdastofnun.is

Árshlutauppgjörið

Tilkynning Byggðastofnunar til OMX Norrænu kauphallarinnar á Íslandi


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389