Fara í efni  

Fréttir

Árshlutareikningur Byggðastofnunar janúar - júní 2012

Árshlutareikningur Byggðastofnunar janúar - júní 2012
Skrifstofa Byggðastofnunar

Árshlutareikningur Byggðastofnunar fyrir tímabilið janúar til júní 2012, var staðfestur af stjórn stofnunarinnar 31. ágúst 2012.

Tap tímabilsins nam 206,4 mkr.  Til samanburðar nam hagnaður sama tímabils 2011 14,8 mkr.

Helstu niðurstöður úr árshlutareikningi Byggðastofnunar fyrir tímabilið janúar til júní 2012

  • Tap stofnunarinnar á tímabilinu nam 206,4 mkr.
  • Hreinar vaxtatekjur voru 317 mkr. eða 44,8% af vaxtatekjum, samanborið við 332 mkr. (47,5% af vaxtatekjum) hreinar vaxtatekjur á sama tímabili 2011.
  • Almenn rekstrargjöld námu 252,5 mkr., samanborið við 239,3 mkr. á sama tímabili 2011
  • Framlög í afskriftarreikning útlána, og matsbreyting hlutafjár nam 339 mkr. en voru 274 mkr. 2011
  • Eignir námu 16.959 mkr. og hafa lækkað um 690 mkr. frá áramótum.  Þar af voru útlán og fullnustueignir 13.861 mkr.
  • Skuldir námu 15.149 mkr. og hafa lækkað um  2.234 mkr. frá áramótum.
  • Veittar ábyrgðir utan efnahagsreiknings námu 226 mkr.
  • Eiginfjárhlutfall skv. lögum um fjármálafyrirtæki er 10,12% en skal að lágmarki vera 8%

Um árshlutareikninginn

Tap tímabilsins tímabilsins nam 206,4 mkr. samanborið við 14,8 mkr. hagnað á sama tímabili 2011.  Skýrist þetta fyrst og fremst með gengistapi upp á 104 mkr í stað 42 mkr. gengishagnaðar 2011 og hærri framlögum í afskriftarreikning útlána.  Framlög á afskriftarreikning útlána námu 339 mkr. samanborið við 274 mkr. á sama tímabili 2011.  Muninn má rekja til sölu stórrar fullnustueignar fyrir nokkuð lægra verð en gert hafði verið ráð fyrir.

Alþingi samþykkti í fjárlögum 2012 heimild til að efla eigið fé Byggðastofnunar um allt að 2.000 milljónir króna.  Af því framlagi voru 1.750 milljónir króna greiddar  til stofnunarinnar í janúar 2012.  Við þetta framlag uppfyllti stofnunin kröfur um 8% eiginfjárhlutfall. Eiginfjárhlutfall Byggðastofnunar er nú 10,12%.

Horfur

Fyrir Héraðsdómi Norðurlands vestra er nú rekið mál  þar sem tekist er á um lögmæti erlendra lána sem stofnunin hefur veitt viðskiptavinum sínum og hvort þau teljist lögmæt lán í erlendri mynt eða ólögmæt gengislán.   Gert er ráð fyrir að málinu verði áfrýjað til Hæstaréttar á hvorn veginn sem dæmt verður.  Vænta má að niðurstaða Hæstaréttar hafi fordæmisgildi varðandi aðra lánasamninga stofnunarinnar í erlendum myntum.  Verði niðurstaðan sú að samningarnir séu ólögmætir og lánin skuli endurreiknuð mun það hafa veruleg áhrif á útlánasafn stofnunarinnar. Það er álit Byggðastofnunar og lögmanna hennar að skuldabréf stofnunarinnar séu lán í erlendri mynt en ekki ólögmæt gengislán.

Árshlutauppgjörið má nálgast hér. 


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389