Fara í efni  

Fréttir

Árshlutareikningur Byggðastofnunar janúar – júní 2010

Árshlutareikningur Byggðastofnunar fyrir tímabilið janúar til júní 2010, var staðfestur af stjórn stofnunarinnar 30. ágúst 2010. Tap tímabilsins nam 992 mkr. Samkvæmt árshlutareikningnum er eigið fé stofnunarinnar 1.138 mkr.

Helstu niðurstöður úr árshlutareikningi Byggðastofnunar fyrir tímabilið janúar til júní 2010

  • Tap stofnunarinnar á tímabilinu nam 992 mkr.
  • Hreinar vaxtatekjur voru 259,2 mkr. eða 35,6% af vaxtatekjum, samanborið við 425,6 mkr. (41,8% af vaxtatekjum) hreinar vaxtatekjur á sama tímabili 2009.
  • Rekstrartekjur námu 97,8 mkr.
  • Almenn rekstrargjöld námu 246,4 mkr.
  • Framlög í afskriftarreikning útlána, og matsbreyting hlutafjár nam 1.102 mkr.
  • Eignir námu 19.458 mkr. og hafa lækkað um 4.257 mkr. frá áramótum. Þar af voru útlán og fullnustueignir 16.299 mkr.
  • Skuldir námu 18.319 mkr. og hafa lækkað um 4.265 mkr. frá áramótum.
  • Veittar ábyrgðir utan efnahagsreiknings námu 374,5 mkr.
  • Eiginfjárhlutfall skv. lögum um fjármálafyrirtæki er 5,18% en skal að lágmarki vera 8% 

Um árshlutareikninginn

Tap tímabilsins skýrist fyrst og fremst af 1.053 mkr. framlagi í afskriftarreikning útlána til að mæta fyrirsjáanlegum útlánatöpum og 118 mkr. gengistapi.

Hreinar vaxtatekjur stofnunarinnar námu 259,2 mkr. eða 35,6% af vaxtatekjum og hafa lækkað lítillega í hlutfalli við heildar vaxtatekjur.

Nýjar lánveitingar drógust saman á tímabilinu og námu 220 mkr. samanborið við 652 mkr. á sama tímabili 2009.

Skuldir lækkuðu um 4.265 mkr. á tímabilinu. Skýrist það af greiðslu á skuldabréfaútgáfu stofnunarinnar frá 1998 (BYG98) sem var á gjalddaga í júní. Einnig hefur styrking krónunnar lækkað erlendar skuldir.

Ríkissjóður greiddi Byggðastofnun eiginfjárframlag upp á 3.600 mkr. á tímabilinu sem samþykkt var á Alþingi í Fjáraukalögum 2009 og Fjárlögum 2010. Eiginfjárframlagið var greitt í formi ríkisskuldabréfaflokksins RIKH18. Var eiginfjárframlagið að hluta nýtt til greiðslu á ofangreindri skuldabréfaútgáfu.

Ekki hafa verið tekin ný lán eða gefin út ný skuldabréf á tímabilinu. Stofnunin hefur 1.958 mkr. í handbært fé og ríkisskuldabréfum til að standa við skuldbindingar sínar.

Horfur

Í lok tímabilsins stóðst stofnunin ekki eiginfjárkröfur sem gerðar eru til fjármálafyrirtækja. Það leiðir til þess að ríkissjóður verður sem eigandi stofnunarinnar að taka til þess afstöðu á síðari hluta ársins hvort halda beri starfseminni áfram í óbreyttri mynd, og þar með nýju eigin fé.

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar veitir Aðalsteinn Þorsteinsson, forstjóri Byggðastofnunar í síma 455 5400 eða á netfanginu adalsteinn@byggdastofnun.is

Árshlutareikninginn má nálgast hér

Tilkynning til kauphallar auk lykiltalna

Tilkynningar Byggðastofnunar til Kauphallar


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389