Fara í efni  

Fréttir

Árshlutareikningur Byggðastofnunar 2006

Árshlutareikningur Byggðastofnunar janúar – júní 2006 var staðfestur af stjórn stofnunarinnar 25. ágúst sl.  Hagnaður fyrstu 6 mánuði ársins nam 194.013 þús. kr.

Árshlutareikningur Byggðastofnunar janúar – júní 2006 var staðfestur af stjórn stofnunarinnar 25. ágúst sl.

Hagnaður fyrstu 6 mánuði ársins nam 194.013 þús. kr.

Hreinar vaxtatekjur voru neikvæðar um 49.281 þús. kr. miðað við jákvæðar hreinar vaxtatekjur upp á 184.054 þús. kr. á sama tímabili 2005.  Rekstrartekjur að meðtöldum gengishagnaði námu 699.583 þús. kr.  Rekstrargjöld að meðtölum framlögum í afskriftarreikning útlána og niðurfærsla hlutafjár nam 456.289 þús. kr.  Gengishagnaður á tímabilinu nam 489.843 þús. kr.  Framlög í afskriftarreikning útlána og niðurfært hlutafé nam 247.160 þús. kr.  Hagnaður tímabilsins var því 194.013 þús. kr. miðað við 40.124 þús. kr. tap á sama tímabili 2005.

Eigið fé Byggðastofnunar nam 1.235.802 þús. kr. eða 9,63% af niðurstöðu efnahagsreiknings.  Eiginfjárhlutfall stofnunarinnar samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki var 8,91%.  Samkvæmt ákvæðum laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki skal eigið fé lánastofnunar á hverjum tíma eigi nema lægri fjárhæð en sem svara 8% af áhættugrunni.

Varanlegir rekstrarfjármunir Byggðastofnunar voru 4,76% af eigin fé.

Útlán 30. júní 2006 námu 9.631.160 þús. kr. og hafa hækkað um 611.398 þús. kr. frá lok árs 2005.  Skuldir Byggðastofnunar námu 11.602.467 þús. kr. og hafa hækkað um 905.600 þús. kr. frá lok árs 2005.

Veittar ábyrgðir utan efnahagsreiknings voru um áramótin 460.027 þús. kr.

Hlutverk Byggðastofnunar er að vinna að eflingu byggðar og atvinnulífs á landsbyggðinni. Stofnunin undirbýr, skipuleggur og fjármagnar verkefni og veitir lán með það að markmiði að treysta byggð, efla atvinnu og stuðla að nýsköpun í atvinnulífi. Byggðastofnun fylgist einnig með þróun byggðar í landinu og tekur þátt í mörkun byggðaáætlunar Alþingis.

Árshlutareikningur Byggðastofnunar 2006


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389