Fara í efni  

Fréttir

Almenningssamgöngur milli byggða

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur staðfest tillögur valnefndar um verkefnastyrki sem veittir eru á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2018-2024. Að þessu sinni verður 32,5 milljónum króna úthlutað til ellefu verkefna á sviði almenningssamgangna um land allt (aðgerð A. 10) fyrir árin 2020 og 2021 en fyrirheit hafa verið gefin um styrki að heildarupphæð 47,3 milljónum króna á árunum 2020-2023. Markmið með framlögunum er að styðja við áframhaldandi þróun almenningssamgangna um land allt. 
 

Verkefnin sem hljóta styrk eru:

  • Samþætting skóla- og tómstundaaksturs og almenningssamgangna. Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi hljóta styrk til að kortleggja möguleikana á því að tengja saman skólaakstur í grunn- og framhaldsskóla á Vesturlandi sem og tómstundaakstur þar sem hann er við almenningssamgöngur í landshlutanum, sem og að vinna tillögu að leiðakerfi. Verkefnið er styrkt um kr. 2.000.000.
  • Efling þjónustu og atvinnusóknar á norðanverðum Vestfjörðum. Vestfjarðastofa ses. hlýtur styrk til að efla almenningssamgöngur til og frá Flateyri með það að markmiði að bæta þjónustu við íbúa á Flateyri, en horfa jafnframt til samlegðaráhrifa fyrir nágrannabyggðarlögin Suðureyri, Flateyri og Þingeyri. Verkefnið er styrkt um kr. 1.000.000 árið 2020 og kr. 3.200.000 á ári 2021-2023. Samtals kr. 10.600.000.
  • Sambíllinn. Vestfjarðastofa ses. hlýtur styrk til að greina möguleika þess að efla almenningssamgangnaakstur með því að nýta þjónustu sem þegar er í boði, s.s. skólaakstur og þjónustuakstur. Verkefnið er styrkt um kr. 3.000.000.
  • Pöntunarakstur. Vestfjarðastofa ses. hlýtur styrk til að koma upp akstri til og frá Reykhólahreppi og Drangsnesi og tengja samgönguneti almenningssamgangna. Verkefnið er styrkt um kr. 1.000.000 árið 2020 og kr. 2.700.000 á ári 2021-2023. Samtals kr. 9.100.000.
  • Pöntunarakstur. Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppur hafa í samstarfi við fyrirtæki í sveitarfélögunum byggt upp almenningssamgöngur á milli byggðarlaga og vilja auka sveigjanleika kerfisins. Vestfjarðarstofa ses. hlýtur styrk til að koma á pöntunarþjónustu með aðilum sem hafa til þess bær leyfi. Verkefnið er styrkt um kr. 200.000 árið 2020 og kr. 1.500.000 á ári, árin 2021-2023. Samtals kr. 4.700.000.
  • Fýsileikakönnun almenningssamgangna á Norðurlandi vestra. Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra fær styrk til að kanna þróun almenningssamgangna innan og/eða milli vinnusóknarsvæða á Norðurlandi vestra. Verkefnið er styrkt um kr. 2.900.000.
  • Samlegð farþega og póstflutninga á Norðausturlandi. Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra hljóta styrk til að samnýta póst- og farþegaflutninga frá Húsavík til Þórshafnar. Verkefnið er styrkt um kr. 2.800.000.
  • Fólk og farmur á Austurlandi. SvAust hlýtur styrk til að kortleggja þá aðila á Austurlandi sem sinna fólks- og/eða farmflutningum og kanna möguleika á að tengja gildandi leiðarkerfi SvAust við aðrar stofnleiðir á hringveginum. Verkefnið er styrkt um kr. 3.000.000.
  • Farveita. SvAust hlýtur styrk til að skilgreina þjónustuþörf á Austurlandi og þróa smáforrit sem gerir farþegum kleift að tengjast inn á áætlunarkerfi SvAust með pöntunarþjónustur. Verkefnið er styrkt um kr. 3.000.000.
  • Frístundaakstur og almenningssamgöngur. Sveitarfélagið Hornafjörður hlýtur styrk til áframhaldandi þróunar á frístunda- og tómstundaakstri milli Hafnar og Suðursveitar annars vegar og Hafnar og Lóns hins vegar. Verkefnið er styrkt um kr. 3.200.000.
  • Rannsóknar- og þróunarverkefni á sviði almenningssamgangna á Suðurlandi. Samtök sunnlenskra sveitarfélaga hljóta styrk til að greina þjónustu almenningssamgangna á landsbyggðinni sem unnt verður að nýta í öðrum landshlutum. Könnun á meðal íbúa og gesta á Suðurlandi um ferðahegðun. Verkefnið er styrkt um kr. 3.000.000.

Alls bárust 22 umsóknir og samtals var sótt um tæplega 125 milljónir kr. fyrir árin 2020-2021. Þriggja manna valnefnd fór yfir umsóknirnar og gerði tillögur til ráðherra.

Í valnefndinni sátu þau Elín Gróa Karlsdóttir, verkefnisstjóri hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Magnús Karel Hannesson, fv. sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Stefanía Traustadóttir, sérfræðingur í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu, sem er formaður nefndarinnar. Með valnefnd störfuðu Árni Freyr Stefánsson og Jóhanna Sigurjónsdóttir, sérfræðingar í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu og Sigríður K. Þorgrímsdóttir sérfræðingur hjá Byggðastofnun. Skipun valnefndar og mat umsókna voru í samræmi við reglur um úthlutun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra á framlögum sem veitt eru á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2018-2024.


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389