Fara í efni  

Fréttir

Áfangaskýrsla um þekkingarsetur á Íslandi

Starfshópur mennta- og menningarmálaráðherra um þekkingarsetur á Íslandi hefur skilað áfangaskýrslu. Skýrslan tekur til 189 setra um land allt og sýnir að þekkingarstarfsemi á landsbyggðinni er margbrotin og einkennist af smáum en fjölbreyttum einingum.


Áfangaskýrsla um þekkingarsetur á Íslandi

  • Efnahags- og menningarleg áhrif þekkingarsetra eru umtalsverð
  • Hátt í 900 manns starfa á þekkingarsetrum um land allt
  • Sértekjur þekkingarsetra voru tæpir 2 milljarðar árið 2009
  • Þekkingarsetur auka fjölbreytni í atvinnu- og mannlífi

Þekkingarsetrin voru flokkuð eftir tegund starfsemi. Fyrirferðamest eru setur sem flokkast sem sérhæfð þekkingarsetur, menningarstarfsemi, háskólasetur, símenntunarmiðstöðvar og aðilar tengdir stoðkerfi atvinnulífsins. Niðurstöður áfangaskýrslunnar byggja á upplýsingum sem aflað var í febrúar til apríl 2010. Óskað var eftir upplýsingum um viðfangsefni og áherslur setranna, starfsmannahald og menntunarstig starfsmanna, fjármögnun starfseminnar og samstarfsverkefni á árinu 2009.

Í þeim 189 setrum sem fjallað er um í skýrslunni starfa alls 864 manns í u.þ.b. 550 stöðugildum. Árið 2009 voru heildartekjur setranna um 5 milljarðar og var skilgreint ríkisframlag um helmingur þeirrar fjárhæðar. Sveitarfélögin lögðu til 542 milljónir eða 10,7% og sérstaka athygli vekur að aðrar tekjur voru 39,4% heildartekna eða tæpir 2 milljarðar.

Starfshópurinn telur ýmis konar háskóla- og rannsóknastarfsemi og tengsl hennar við stoðkerfi atvinnulífsins og fyrirtæki vera mikilvæga og auka fjölbreytni í atvinnu- og mannlífi. Þá sé menningarstarfsemi einnig afar mikilvæg þar sem menningarleg kjölfesta búi í haginn fyrir nýsköpun, efli framtakssemi í atvinnulífi og geri staði aðlaðandi til búsetu.

Starfshópurinn leggur til við mennta- og menningarmálaráðherra að unnið verði enn frekar úr þeim gögnum sem aflað var, sérstaklega hvað varðar samstarf og samvinnu ólíkra setra og tengsl þeirra við stofnanir á höfuðborgarsvæðinu, með það fyrir augum að veita sem mestri þekkingu sem víðast um samfélagið. Einnig leggur hópurinn til að stefnt verði að því að halda kynningarfundi og ráðstefnu í haust þar sem niðurstöður skýrslunnar verði kynntar frekar og rýndar.

Starfshópinn skipa:

  • Hellen M. Gunnarsdóttir, skrifstofustjóri í mennta- og menningarmálaráðuneytinu,
  • Þórarinn Sólmundarson, sérfræðingur á þróunarsviði Byggðastofnunar,
  • Viðar Hreinsson, stjórnarformaður ReykjavíkurAkademíunnar,
  • Skúli Skúlason, rektor Hólaskóla Háskólans á Hólum,
  • Stefanía K. Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri Þekkingarnets Austurlands,
  • Stefán B. Sigurðsson, rektor Háskólans á Akureyri og
  • Rögnvaldur Ólafsson, forstöðumaður Fræðasetra Háskóla Íslands.

Með starfshópnum starfaði Guðbjörg Guðmundsdóttir í nánu samstarfi við þróunarsvið Byggðastofnunar.

Skýrsluna má nálgast hér.


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389