Fréttir
Aðlögun kvenna frá Austur-Evrópu að íslensku samfélagi
Nú fyrir skemmstu lauk Aija Burdikova meistararannsókn við hug- og félagsvísindasvið Háskólans á Akureyri. Rannsóknin nefnist „Eastern European women in Akureyri“ og hlaut styrk úr sjóði Byggðastofnunar sem hugsaður er fyrir meistaranema sem vinna lokaverkefni sín út frá byggðasjónarmiði.
Í rannsókninni er aðlögun Austur-Evrópskra innflytjendakvenna búsettar á Akureyri skoðuð og hvort breyting varð á sjónarmiðum þeirra á tímabilinu 2017-2020. Niðurstöður sýndu litlar breytingar og íslenskukunnátta breytti litlu varðandi atvinnumöguleika, laun eða almenna ánægju. Þær sem höfðu lélega íslenskukunnáttu náðu ekki framförum á þessum þremur árum. Hámenntaðar konur gátu sjaldan nýtt menntun sína í starfi. Ánægðastar með störf sín voru sjálfstætt starfandi konur. Félagsleg tengsl milli kvennanna og Íslendinga voru fremur léleg, aðeins fáar áttu íslenska vini. Stjórnmálaáhugi var lítill og sömuleiðis lítill áhugi á að gerast íslenskur ríkisborgari. Sú fyrirætlun að dvelja í landinu til skemmri tíma hafði meðal annars áhrif á þessa þætti. Lélegt sjálfsmat hafði einnig neikvæð áhrif.
Innflytjendum frá Austur-Evrópu hefur fjölgað á Íslandi síðustu tvo áratugi. Flestir koma til Íslands til að vinna og dvöl þeirra er oft tímabundin. Rannsóknin sýnir að aðlögun að íslensku samfélagi er oft erfið ef ekki ómöguleg. Jafnvel fólk af erlendum uppruna sem hefur vald á tungumálinu, eru með ríkisborgararétt, hafa einhver félagsleg tengsl og atvinnu finnst þeir ekki vera partur af samfélaginu. Erfiðlega gengur oft að ná tökum á íslenskunni og innfæddum Íslendingum hættir til að svara fólki sem ekki hefur fullt vald á tungunni á ensku.
Lokarannsókn Aiju má nálgast hér.
Fréttasafn
- 2025
- janúar
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember