Fara í efni  

Fréttir

Act Alone, Eistnaflug og Skaftfell tilnefnd til Eyrarrósarinnar 2013

Act Alone, Eistnaflug og Skaftfell tilnefnd til Eyrarrósarinnar 2013
Eyrarrósin

Eyrarrósin, viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni á starfssvæði Byggðastofnunar, verður veitt í níunda sinn þriðjudaginn 12. mars næstkomandi. Í ár verður verðlaunaafhendingin í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri, og mun á næstu árum fara fram í öllum landshlutum. Aldrei hafa fleiri verkefni sótt um, eða alls 39 talsins.

Þau verkefni sem hljóta tilnefningu til Eyrarrósarinnar í ár eru: Einleikjahátíðin Act Alone á Vestfjörðum, þungarokkshátíðin Eistnaflug á Neskaupstað og Skaftfell, miðstöð myndlistar á Austurlandi. Handhafi Eyrarrósarinnar hlýtur 1.650.000 krónur og flugferðir frá Flugfélagi Íslands. Aðrir tilnefndir hljóta 300 þúsund krónur auk flugferða. Eyrarrósin beinir sjónum að og hvetur til menningarlegrar fjölbreytni, nýsköpunar og uppbyggingar á sviði menningar og lista. Að verðlaununum standa ByggðastofnunFlugfélag Íslands og Listahátíð í Reykjavík. Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra ávarpar samkomuna og Dorrit Moussaieff forsetafrú, verndari Eyrarrósarinnar, afhendir verðlaunin.

Act AloneAct Alone

Leiklistarhátíðin Act Alone er haldin árlega á Vestfjörðum yfir sumartímann og fagnar í ár tíu ára afmæli sínu.  Sérstaða Act Alone felst í því að hún er meðal fárra leiklistarhátíða í heiminum sem helgar sig einleiknum og einnig hefur hún aukið aðgengi almennings að þessu sérstaka leikhúsformi með því að hafa ókeypis á allar sýningar. Act Alone verður á Suðureyri 9. – 12. ágúst 2013 og nánari upplýsingar um hátíðina má finna á actalone.net.

EistnaflugEistnaflug

Hin árlega þungarokkshátíð Eistnaflug á Neskaupstað er þýðingarmikill vettvangur þungarokkstónlistar á Íslandi.  Eitt af aðalsmerkjum Eistnaflugs er sú einstaka stemmning sem myndast í bænum á meðan hátíðinni stendur og sá velvilji og samstaða sem ríkir um framkvæmd hennar meðal gesta, tónlistarfólks og heimamanna. Eistnaflug 2013 verður dagana 11. – 13. júlí og nú þegar er búið að tilkynna um fjölda hljómsveita á eistnaflug.is.

SkaftafellSkaftfell

Skaftfell – miðstöð myndlistar á Austurlandi er í sögufrægu húsi í gamla bænum á Seyðisfirði. Kraftmikil og metnaðarfull starfsemi með skýra listræna sýn einkennir Skaftfell og með nánu samstarfi við bæjarbúa hefur orðið til á Seyðisfirði lifandi samfélag listamanna, heimamanna og gesta. Skaftfell er opið allan ársins hring og nánari upplýsingar um fjölbreytt starfið má finna á skaftfell.is.

 

Handhafar Eyrarrósarinnar frá árinu 2005 eru Safnasafnið á Svalbarðsströnd, tónlistarhátíðin Bræðslan, Landnámssetrið í Borgarnesi, Sumartónleikar í Skálholtskirkju, rokkhátíðin Aldrei fór ég suður, Strandagaldur á Hólmavík, LungA, listahátíð ungs fólks á Austurlandi og Þjóðlagahátíðin á Siglufirði.

Sjá fréttatilkynningu.


Til baka

Fréttasafn

2025
janúar
2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389