Fara í efni  

Fréttir

„Það allra mikilvægasta fyrir lítil samfélög er menntun, þátttaka og kærleikur gagnvart náunganum.“

„Það allra mikilvægasta fyrir lítil samfélög er menntun, þátttaka og kærleikur gagnvart náunganum.“
INTERFACE samstarfsaðilar

  

Lokaráðstefna í Erasmus+ samstarfsverkefninu INTERFACE, sem Byggðastofnun leiðir og er í samstarfi í með Háskólanum á Bifröst og stofnunum í Búlgaríu, Grikklandi, Írlandi og Ítalíu, var haldin í Ljósheimum í Skagafirði 20. júní sl. Skammstöfunin INTERFACE vísar til verkefnisheitisins á ensku, „Innovation and Entrepreneurship for Fragile Communities in Europe“, sem þýða mætti sem „Nýsköpun og frumkvæði í brothættum byggðarlögum í Evrópu“.

Laufey Kristín Skúladóttir, starfsmaður Byggðastofnunar og sveitarstjórnarfulltrúi í Skagafirði, setti ráðstefnuna. Erindin á ráðstefnunni voru fjölbreytt en m.a. annars fór Kristján Þ. Halldórsson frá Byggðastofnun yfir verkefnið í heild sinni og stöðuna í dag en við blasir að hún er misjöfn eftir byggðarlögum. Það sem brothætt og fámenn byggðarlög eiga oft sameiginlegt er að það er fámennur hópur íbúa sem er virkastur í samfélaginu, íbúar eru gjarnan í fjölmörgum hlutverkum og ofhlaðnir verkefnum og hafa þar af leiðandi lítinn tíma og þrek aflögu til að sinna frumkvöðlastarfi. Einnig glíma þessi svæði oft við lakari aðgang að þjónustu og fjármunum. Það sem INTERFACE verkefnið miðar m.a. að er að þjálfa upp einstaklinga í þessum byggðarlögum til að auka frumkvæði og getu til að styðja við bakið á öðrum einstaklingum í byggðarlaginu í þeirra eigin verkefnum.

Fulltrúar allra samstarfsaðila verkefnisins sögðu frá stöðu verkefnisins í heimalandi sínu. Áhugavert var að sjá að þrátt fyrir að vera oftast nær með stærri og fjölmennari samfélög og byggðarlög en á Íslandi þá voru áskoranirnar ekki ósvipaðar. Til máls tóku Spyridoula Papathanasiou frá Aitoliki í Grikklandi, Emiliano Mungiovinu frá CESIE á Ítalíu, Ralitsa Todorova frá Tora Consult í Búlgaríu, Angela Sheehan og Fiona Crotty frá Tipperary County Council í Írlandi og Stefanía Kristinsdóttir frá Háskólanum á Bifröst. Á ráðstefnunni tóku einnig til máls Skúli Gautason og Óttar Már Kárason, verkefnisstjórar og samfélagsfrumkvöðlar og tóku skemmtileg dæmi um samfélagsauðgandi verkefni í sínum byggðarlögum.

Mynd: KÞH

Opnunarávarp ráðstefnunnar flutti bæjarstjórinn á Akureyri, Ásthildur Sturludóttur en hún er vel kunnug brothættum byggðarlögum, m.a. sem bæjarstjóri í þremur byggðarlögum sem hafa, eða taka nú þátt í verkefninu og sem stjórnarmaður í Byggðastofnun. Í erindi sínu lagði Ásthildur áherslu á nokkur atriði sem hún telur vera mikilvæg.

Jaðarsamfélögin alls staðar í heiminum eru í vörn. Þau eru öll brothættar byggðir. Ísland er líka brothætt byggð. Í gegnum tíðina hafa ósjaldan komið fréttir um að að allt sé í upplausn í ákveðnum samfélögum. Þetta er eitthvað sem við öll höfum heyrt.  Atvinnulífið er brothætt, mannlífið er brothætt. Stundum þarf bara eitt fyrirtæki að hætta og þá er samfélagið í sárum. Nú eða ein fjölskylda að flytja í burtu og þá er skarð fyrir skildi. Í litla samfélaginu skiptir hver einstaklingur miklu máli. Þú verður ósjálfrátt fullur þátttakandi þegar þú býrð í litlu samfélagi. Eitt mikilvægasta mál til þess að styrkja jaðarsamfélög er að auka þekkingu í samfélaginu. Það skiptir máli að auka þekkingu og færni til að takast á við nýja tíma. Fjórðu iðnbyltinguna og allar áskoranir sem henni fylgja.

Einnig lagði Ásthildur áherslu á mikilvægi samfélagsvitundar hjá íbúum byggðarlaga og mikilvægi þess að taka þátt. Sérstaklega þar sem fámenni ríkir er enn mikilvægara að allt samfélagið leggist á eitt og sameinist um að gera byggðarlag sitt lifandi og litríkt. Ef það er áhugi fyrir því að hafa starfandi leikfélag í byggðarlaginu verður einhver að stofna það. Ef það er áhugi fyrir því að hafa listsýningar verður einhver halda þær. Ef áhugi er fyrir því að stuðla að framförum verður einhver taka þátt í sveitarstjórnar- og bæjarmálum. Ábyrgð á því að koma góðum málum áfram er þannig á ábyrgð allra í samfélaginu. Að lokum ítrekaði Ásthildur kosti og áskoranir þess að búa í litlu samfélagi:

En þegar öllu er á botninn hvolft þá eru lítil samfélög góð og notaleg. Það geta verið fjölmörg tækifæri en það þarf að hafa sterk bein til að þola við. Atgervisflótti er mikill og vonir og væntingar nútímans eru aðrar en voru áður en það allra mikilvægasta fyrir lítil samfélög er menntun, þátttaka og kærleikur gagnvart náunganum.“

Þeir sem að INTERFACE verkefninu standa tóku heils hugar undir orð Ásthildar og þökkuðu henni kærlega fyrir hennar framlag á fundinum.

Þegar þetta er ritað er unnið að síðustu þáttum verkefnisins og því lýkur formlega þann 31. þessa mánaðar. Það er von verkefnisaðila að sem flestir kynni sér INTERFACE verkefnið og afurðir þess á næstu vikum og mánuðum.  Sjá nánar hér.

Mynd: KÞH


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389