Fara í efni  

Fréttir

„Byltingar og byggðaþróun“, skýrsla um áhrif fjórðu iðnbyltingarinnar komin út

„Byltingar og byggðaþróun“, skýrsla um áhrif fjórðu iðnbyltingarinnar komin út
Óli, Lilja og Hugrún Harpa.

Nú á dögunum kom út lokaskýrsla í verkefninu „Byltingar og byggðaþróun“. Verkefnið var unnið í samstarfi Þekkingarnets Þingeyinga og Nýheima þekkingarseturs og hlaut styrk úr Byggðarannsóknasjóði á síðasta ári.

Í skýrslunni kemur fram að fjórðu iðnbyltingunni fylgi fordæmalausar framfarir í tækni og með henni verði „efling mannlegrar færni og starfsgetu lykildrifkraftur efnahagslegrar velgengni, velsældar og samheldni samfélagsins. Aðgengi og notkun einstaklinga á tæknibúnaði og vald þeirra til sköpunar og framkvæmda er meira en nokkru sinni og ríkisstjórnir, alþjóðasamtök og heilu atvinnugreinarnar keppast nú við að marka stefnu og beina þróuninni í rétta og uppbyggilega átt.“ Í verkefninu eru skoðuð áhrif fjórðu iðnbyltingarinnar á byggðaþróun á Íslandi, með áherslu á stoðkerfi og innviði byggðanna. Rýndar voru heimildir, tekin viðtöl við forsvarsmenn þekkingarstofnana og gerð spurningakönnun meðal sveitarstjórnarfólks, stéttarfélaga og atvinnurekenda.

Niðurstöður eru meðal annars að Ísland eigi góða möguleika á að nýta sér þá framþróun í tækni sem fjórða iðnbyltingin býr yfir, tæknilegir innviðir séu sterkir, stafræn samkeppnishæfni góð, menntunarstig hátt og áhersla á nýsköpun mikil. En skýrsluhöfundar segja ávinninginn ekki sjálfgefinn, aðstæður séu ólíkar og hröð framþróun í tækni auki hættuna á ójöfnuði í þjóðfélaginu þar sem tækniþekking, færni og vel launuð störf verði borin uppi af fámennum hópi á afmörkuðu svæði landsins. Mikilvægt sé að horfa á hvert svæði fyrir sig við þróun verkefna og lausna til framtíðar, tryggja þurfi uppbyggingu innviða um allt land og greiðan aðgang að menntun og nýsköpun. Jafnframt þurfi að treysta lögbundinn eða samningsbundinn grundvöll svæðisbundinna þekkingarsamfélaga. Samverkan nýsköpunar og símenntunar eru forsenda þess að hugmyndir og þekking geti verið uppspretta hagsældar og þróunar. Aukning í störfum án staðsetningar getur átt þátt í að efla atvinnulíf dreifðra byggða. Efling innviða hvers samfélags með hagnýtingu hugmynda og tækifæra svæðanna þarf því að fara fram í gegnum starfsemi sem byggir á svæðisbundnum aðstæðum og hefur nokkra festu. Treysta þarf samstarf milli stofnana sem sinna innviðaverkefnum í byggðum landsins enda eru menntaþjónusta og nýsköpunarstuðningur samofin í viðbrögðum við fjórðu iðnbyltingunni.

 Skýrsluna má nálgast hér.


Til baka

Fréttasafn

2025
janúar
2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389