Fara í efni  

Fréttir

Virk byggðastefna í þágu allra landsmanna - ávarp stjórnarformanns

Virk byggðastefna í þágu allra landsmanna - ávarp stjórnarformanns
Halldóra K. Hauksdóttir

Halldóra K. Hauksdóttir, fráfarandi formaður stjórnar Byggðastofnunar, lagði á það áherslu í erindi sínu á ársfundi stofnunarinnar sem nú stendur yfir í Bolungarvík, að virk byggðastefna sé í þágu allra landsmanna, ekki eingöngu einstakra byggða. „Miklu skiptir að halda byggð í öllu landinu því þannig getum við best nýtt alla þá landkosti og auðlindir sem á landinu finnast. Í ljósi síðustu atburða þar sem jörð skelfur, jarðeldar loga og spár eru um að nú sé gengið í garð nýtt eldgosatímabil, er þá ekki ástæða til að stjórnvöld og allur almenningur fari að ígrunda hvort ekki sé rétt að grípa til einhverra þeirra ráðstafana sem gera búsetu utan þessa eldvirka svæðis að eftirsóknarverðum búsetukosti?”.

Þá sagði Halldóra að byggðamál hafi verið skilgreind á þann veg að þau séu öll þau viðfangsefni sem hafi áhrif á lífsgæði og samkeppni landshluta, s.s. búsetu, atvinnu og nýsköpun. Þau snúa að eflingu samfélaga, félagsauðs, atvinnulífs, menntunar, menningar, velferðarmála, samgangna og fjarskipta og hafa að markmiði blómlega byggð um land allt.


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389