Fréttir
Vinnustofu með atvinnuráðgjöfum lokið
Byggðastofnun stóð fyrir vinnustofu á Sauðárkróki með fulltrúum atvinnuráðgjafa landshlutasamtaka í landsbyggðunum. Markmið vinnustofunnar var fyrst og fremst að efla tengsl milli atvinnuráðgjafanna og lánasérfræðinga stofnunarinnar og stuðla þannig að enn betri þjónustu og ráðgjöf um land allt.
Dagskrá vinnustofunnar var fjölbreytt og miðaði að því að miðla upplýsingum milli aðila, kynna lánastarfsemi stofnunarinnar, ræða núverandi samstarf stofnunarinnar við atvinnuráðgjafa landshlutasamtakanna og efla samstarfsgrundvöll til framtíðar.
Starfsfólk fyrirtækjasviðs Byggðastofnunar fór yfir lánastarfsemi stofnunarinnar, atvinnuráðgjafar greindu frá sínum störfum í heimabyggð, Ráðgjafamiðstöð landbúnaðarins veitti innsýn í sína rekstrarráðgjöf innan landbúnaðarins auk þess sem viðskiptavinir stofnunarinnar kynntu verkefni og reynslusögur. Í kjölfarið var lagt á ráðin um hvernig auka mætti samstarf atvinnuráðgjafanna og fyrirtækjasviðs stofnunarinnar til framtíðar og hvernig samræma mætti þá ráðgjöf sem veitt er í því sambandi af atvinnuráðgjöfum landshlutasamtakanna, ekki síst er snýr að aðstoð við áætlanagerð og fjármögnun.
Er það mat starfsmanna stofnunarinnar að vel hafi tekist til. Hópurinn hafi náð vel saman, umræður verið góðar og árangursríkar og að niðurstöður vinnustofunnar muni stuðla að öflugra samstarfi milli atvinnuráðgjafa og lánasérfræðinga Byggðastofnunar til framtíðar. Hópurinn sammæltist loks um ákveðin skref sem tryggja muni áframhaldandi samstarf og samtal. Saman miða þessi skref að því að auka upplýsingaflæði milli þeirra aðila sem um ræðir, þvert á landið, og tryggja samræmda ráðgjöf í öllum landshlutum, jafnt fyrir lánsumsóknir til Byggðastofnunar sem og fyrir aðra fjármögnun verkefna og atvinnuuppbyggingar í landsbyggðunum.
Byggðastofnun gerir samninga við öll sjö landshlutasamtökin í landsbyggðunum um framkvæmd atvinnu- og byggðaþróunar. Hlutverk landshlutasamtakanna innan samningsins lýtur m.a. að framkvæmd atvinnuráðgjafar til einstaklinga, hópa og fyrirtækja um stofnun, þróun og rekstur fyrirtækja, sem og þróun annarra verkefna sem styðja við atvinnulíf starfsvæðisins. Ráðgjöfin skal snúa að, en takmarkast ekki við, tilsögn og/eða aðstoð við áætlanagerðir, markaðssókn, fjármögnun, lánamöguleika Byggðastofnunar, efling tengslanets, kynningu og markaðsstarf.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember