Fara í efni  

Fréttir

Úthlutun úr Byggðarannsóknasjóði 2017

Úthlutun úr Byggðarannsóknasjóði var kynnt á ársfundi Byggðastofnunar í gær, 25. apríl. Eldra fólk, innflytjendur, lögreglan, ferðaþjónusta og sjávarlíftækni eru viðfangsefni þeirra rannsókna sem stjórn Byggðarannsóknasjóðs ákvað að styrkja í ár.

Byggðarannsóknasjóður var stofnaður haustið 2014 og er fjármagnaður af fjárlagalið byggðaáætlunar og með framlagi frá Byggðastofnun. Til úthlutunar eru 10 m.kr. Auglýst var eftir umsóknum í sjóðinn í lok janúar og umsóknarfrestur rann út þann 9. mars. Alls bárust 25 umsóknir, samtals að upphæð 72,8 m.kr. Umsóknirnar voru afar fjölbreyttar og uppfylltu allar skilyrði sjóðsins.

Stjórn Byggðarannsóknasjóðs ákvað að styrkja fimm verkefni. Verkefnin eru:

  • Heilsufar og vellíðan eldra fólks á Norðurlandi.

Styrkupphæð 3 m.kr. Styrkþegi er Árún Kristín Sigurðardóttir.

  • Lögreglan í landsbyggðunum.

Styrkupphæð 2 m.kr. Styrkþegi er Guðmundur Ævar Oddsson.

  • Möguleikar sjávarlíftækni til atvinnusköpunar á landsbyggðinni.

Styrkupphæð 1,5 m.kr. Styrkþegi er Hjörleifur Einarsson.

  • Samspil ímyndar, sjálfsmyndar, fjölmiðlaumfjöllunar og markaðssetningar í ferðaþjónustu.

Styrkupphæð 1 m.kr. Styrkþegi er Jón Jónsson.

  • Svæðisbundin munur á ánægju og aðlögun innflytjenda.

Styrkupphæð 2,5 m.kr. Styrkþegi er Markus Hermann Meckl.

 

Stutt lýsing á hverju verkefni:

Heilsufar og vellíðan eldra fólks á Norðurlandi.

Hefur búseta eldra fólks (65 ára) áhrif á heilsufar og vellíðan? Tilgangur verkefnisins er að fá upplýsingar um heilsulæsi, seiglu, heilsufar og andlega-, líkamlega-, og félagslega vellíðan, hreyfingu í daglegu lífi, grunnhreyfifærni og áhættu á að fá sykursýki, auk niðurstaðna frá blóðprufum eldri Íslendinga sem búa utan stofnana á Norðurlandi og bera saman þessa þætti hjá fólk sem býr í dreifbýli og þéttbýli. Markmiðið er meðal annars að fá upplýsingar um hvort breytur sem tengjast heilbrigði séu mismunandi milli þéttbýlis- og dreifbýlisbúa og hvort líkamleg færni og dagleg hreyfing sé tengt búsetu.

Lögreglan í landsbyggðunum.

Verkefninu er ætlað að kortleggja núverandi stöðu og þróun lögreglu í landsbyggðunum á Íslandi frá síðustu aldamótum og greina helstu áskoranir sem felast í starfi lögreglumanna utan höfuðborgarsvæðisins. Verkefnið mun gefa yfirlit yfir og þróun starfsins og afbrotatíðni í landsbyggðunum og veita innsýn í starfsumhverfi og helstu áskoranir lögreglumanna. Niðurstöðunum er ætlað að stuðla að upplýstri stefnumótun í þessum málaflokki og efla faglegan grunn lögreglustarfs í dreifðum.

Möguleikar sjávarlíftækni til atvinnusköpunar á landsbyggðinni

Í hafinu leynast ónýtt verðmæti sem geta verið grundvöllur fyrir nýjum atvinnutækifærum. Þau verðmæti sem hér um ræðir eru til dæmis ýmsir hryggleysingar, plöntu- og dýrasvif, þang og þari, smáþörungar svo og bakteríur og veirur. Þegar eru sum þessara verðmæta nýtt, svo sem þang og þari úr Breiðafirði. Sjávarlíftækni er kjörin leið til að leita að, skilgreina og nýta þessi verðmæti. Einnig nýtist sjávarlíftæknin vel til að nýta og auka verðmæti aukaafurða úr hefðbundinni fiskvinnslu. Markmið þessa verkefnis er að kortleggja möguleikana, benda á dæmi og koma með tillögur sem nýta má með grunn að nýrri atvinnustarfsemi.

Samspil ímyndar, sjálfsmyndar, fjölmiðlaumfjöllunar og markaðssetningar í ferðaþjónustu.

Markmið verkefnisins er að greina og varpa ljósi á þau gagnvirku áhrif sem sjálfsmynd íbúa á tilteknum svæðum og ímynd sömu svæða hafa hvort á annað. Verkefnið snýst um að safna gögnum og rannsaka, greina og túlka samspil ólíkra þátta sem tengjast sjálfsmynd íbúa á afmörkuðu, fámennu og dreifbýlu landsvæði og ímynd byggðalaga á sömu stöðum. Sérstaklega verður til skoðunar áhrif markaðssetningar svæðisins í ferðaþjónustu og umfjöllunar fjölmiðla á sjálfsmynd og ímynd. Eins verða skoðuð áhrif menningarverkefna og uppbyggingar þeirra á einstökum svæðum. Rannsóknarsvæðið er Vestfjarðakjálkinn og verður aðferðafræði og vinnubrögðum þjóðfræðinnar verða beitt við greiningarvinnuna.

Svæðisbundin munur á ánægju og aðlögun innflytjenda

Markmið verkefnisins er að rannsaka svæðisbundinn mun á félagslegri þátttöku og stöðu innflytjenda á Norðurlandi og efla skilning á þeim þáttum sem stuðlað geta að bættri aðlögun, aukinni ánægju og sterkari félagslegum tengslum fólks af erlendum uppruna sem býr í dreifðari byggðum á Íslandi. Verkefnið er framhald af saman samanburðarrannsókn á efnahagslegri og félagslegri stöðu innflytjenda og viðbrögðum og afstöðu heimamanna til þeirra í þremur bæjum á Norðurlandi. Tekin verða viðtöl við einstaklinga úr hópi innflytjenda til að leitast við að skýra nánar hvers vegna munur er á upplifun fólks af erlendum uppruna sem býr í bæjarfélögum sem að mörgu leyti hafa svipuð einkenni og hvers vegna munur á félagslegri stöðu og þátttöku virðist ekki tengjast stærð bæjarfélaganna heldur öðrum þáttum.


Til baka

Fréttasafn

2025
janúar
2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389