Fréttir
Úthlutun á verkefnastyrkjum í byggðaáætlun
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hefur staðfest tillögur valnefndar um úthlutun styrkja að fjárhæð 130 m.kr. til tíu verkefna á vegum landshlutasamtaka sveitarfélaga í svokölluðum C.1 potti byggðaáætlunar 2022-2036. Alls bárust átján umsóknir, heildarkostnaður verkefna var tæplega 500 m.kr. og sótt var um rúmar 370 m.kr. í styrki.
Verkefnin tíu sem hljóta styrk eru:
Hjartað í Húnaþingi vestra – tæknismiðja til að hvetja nýsköpun og auka fjölbreytni í atvinnulífi.
Styrkþegi: Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV).
Uppsetning tæknimiðstöðvar í anda FabLab smiðja í samfélagsmiðstöð í félagsheimilinu á Hvammstanga. Koma á upp aðstöðu til nýsköpunar, viðgerða og þróunar fyrir íbúa, sem og aðstöðu fyrir félagsstarf. Fyrirmynd sótt til Finnlands og Borgundarhólms. Styrkur kr. 10.500.000,-.
Samvinnurými.
Styrkþegi: Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra.
Skapa á samvinnurými á Skagaströnd með því að standsetja og markaðssetja húsnæði í eigu sveitarfélagsins, skapa forsendur fyrir léttan iðnað í hluta hússins og aðstöðu fyrir frumkvöðla og minni fyrirtæki í öðrum hluta þess. Húsið var áður fiskvinnsluhús. Styrkur kr. 15.000.000,-.
Kuklið – frumkvöðlasetur matvæla.
Styrkþegi: Fjórðungssamband Vestfirðinga (FV).
Breyta og standsetja hluta gamals fiskvinnsluhúss sem Galdur Brugghús nýtir einnig. Með Kuklinu verður boðið upp á matvælaframleiðslu með aðgengi að framleiðslurými og klasamyndun. Atvinnuástand á Hólmavík er afar slæmt m.a. eftir lokun rækjuvinnslunnar Hólmadrangs. Kuklið er í eigu einkaaðila. Styrkur kr. 15.000.000,-.
Samfélagsmiðstöð á Bakkafirði – nýtt hlutverk skólans sem vinnu- og samverurými.
Styrkþegi: Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE).
Búa til klasasetur í hluta skólahúsnæðis og auka þjónustu við heimamenn. Sköpuð verður aðstaða til fjölbreyttrar atvinnustarfsemi, efla fjarnám og gefa samastað fyrir samkomur og viðburði. Styrkur kr. 12.500.000,-.
Tilraunagróðurhús.
Styrkþegi: Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra.
Nýta á glatvarma frá gagnaveri Borealis á Blönduósi, reisa tilraunagróðurhús og veita frumkvöðlum aðgengi til að prófa og þróa vöru og gera svæðið þannig eftirsóknarvert fyrir matarfrumkvöðla. Orka einnig tryggð með sólarrafhlöðum. Styrkur kr. 15.000.000,-.
Stuðningur við uppbyggingu, þróun og markaðssetningu á Reykjanesi.
Styrkþegi: Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum (SSS).
Öflug verkefnavinna til stuðnings við samfélög og atvinnulíf á Suðurnesjum vegna eldsumbrota á Reykjanesi. Styrkur kr. 17.000.000,-.
Lýsistankarnir á Raufarhöfn.
Styrkþegi: Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra.
Gera á lýsistankana á Raufarhöfn manngenga og mögulega til notkunar fyrir kvikmyndagerð, tónleika og menningarviðburði. Tankarnir eru sagðir einstakir og hafa sögulegt gildi. Styrkur kr. 15.000.000,-.
Fjölmenning og inngildingaráætlanir á Suðurlandi.
Styrkþegi: Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS).
Verkefnið er framhald verkefnisins Aðgerðaáætlun um sjálfbæra lýðfræðilega þróun miðsvæðis Suðurlands sem hlaut styrk úr C.1. Með þessu verkefni á að efla jákvæða byggðaþróun með jafningjafræðslu og valdeflingu sveitarfélaga, með handleiðslu við mótun stefnu og aðgerða hvað varðar nýja íbúa. Styrkur kr. 10.000.000,-.
Samkomuhúsið Breiðablik – íbúa- og gestastofa á Snæfellsnesi.
Styrkþegi: Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV).
Uppbygging á starfsemi íbúa- og gestastofu Snæfellsness og efling á hlutverki félagsheimilisins Breiðabliks sem samfélag- og nýsköpunarmiðstöðvar á sunnanverðu Snæfellsnesi. Bæði sem félagsmiðstöð, gestastofa og nýsköpunarmiðstöð. Ráða á verkefnisstjóra og endurbætur á eldhúsi. Styrkur kr. 10.000.000,-.
Sjávarföll.
Styrkþegi: Samband sveitarfélaga á Austurlandi (SSA).
Vinna með vörur sem byggja á íslenskum matarhefðum og nýrri framleiðslu. Markaðsgreining, auka samstarf, vöruþróun, nýsköpun og þekkingaryfirfærslu. Styrkur kr. 10.000.000,-.
Í valnefnd sitja Sigurður Árnason, sérfræðingur á þróunarsviði Byggðastofnunar, formaður, Elín Gróa Karlsdóttir, fjármálastjóri hjá Ferðamálastofu og Snorri Björn Sigurðsson fyrrv. forstöðumaður þróunarsviðs Byggðastofnunar. Byggðastofnun annast umsýslu verkefnastyrkjanna.
Byggðaáætlun er lýsing á stefnu ríkisins í byggðamálum hverju sinni og samhæfing við aðra stefnumótun og áætlanagerð hins opinbera. Byggðaáætlun skal hafa að meginmarkmiði að jafna tækifæri allra landsmanna til atvinnu og þjónustu, jafna lífskjör og stuðla að sjálfbærri þróun byggðalaga um land allt. Sérstök áhersla skal lögð á svæði sem búa við langvarandi fólksfækkun, atvinnuleysi og einhæft atvinnulíf.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember