Fréttir
Undirritun samkomulags Evrópska fjárfestingarbankans og Byggðastofnunar um aðild að InvestEU ábyrgðakerfinu
Byggðastofnun og Evrópski fjárfestingabankinn munu á morgun, þann 6. júní kl. 10:00, undirrita samkomulag sem felur í sér aðgang að InvestEU ábyrgðarsjóðnum sem styður við fjármögnun og fjárfestingar í Evrópu á sviði nýsköpunar, sjálfbærrar uppbyggingar innviða og stafrænnar umbreytingar.
Undirritunin fer fram í Fjármála- og efnahagsráðuneytinu við Arnarhvol.
Samkomulagið leysir af hólmi annað eldra, svokallað COSME samkomulag sem gert var árið 2020 við Evrópska fjárfestingarbankann og gerði Byggðastofnun mögulegt að bjóða fjölbreyttari lánaflokka en áður þekktist í landsbyggðunum til lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Arnar Már Elíasson, forstjóri Byggðastofnunar, segir aðgang að InvestEU ábyrgðarsjóðnum breyta miklu fyrir stofnunina og gera henni kleift að bjóða áfram upp á hagkvæm lán en með meiri sveigjanleika hvað tryggingar varðar fyrir stuðning við nýsköpun, rannsóknir og þróun, frumkvöðlastarfsemi, vöxt og atvinnu.
Samhliða undirrituninni kynnir Byggðastofnun breytta lánaflokka sem gagnast munu landsbyggðunum öllum, þó sér í lagi viðkvæmustu byggðarlögunum.
Um 200 ný störf hafa skapast á síðustu þremur árum fyrir tilstuðlan lánveitinga Byggðastofnunar, þar af kom COSME ábyrgðarkerfið að lánveitingum til 70 aðila upp á 4,3 milljarða króna og voru 30 þeirra vegna kynslóðaskipta í landbúnaði.
Fréttasafn
- 2025
- janúar
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember