Fara í efni  

Fréttir

Lítil og meðalstór fyrirtæki á Íslandi fá aukið aðgengi að 3,2 ma.kr. lánsfé með bakábyrgð á lánum í gegnum InvestEU áætlun Evrópusambandsins.

Lítil og meðalstór fyrirtæki á Íslandi fá aukið aðgengi að 3,2 ma.kr. lánsfé með bakábyrgð á lánum í gegnum InvestEU áætlun Evrópusambandsins.
Frá undirrituninni

Evrópski fjárfestingarsjóðurinn (EIF) hefur undirritað samning við Byggðastofnun um bakábyrgðir að upphæð allt að 3,2 milljörðum króna vegna lána til lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Ábyrgðin er studd af InvestEU áætlun Evrópusambandsins. 

Ábyrgðir EIF, sem njóta stuðnings InvestEU áætlunar Evrópusambandsins munu gera Byggðastofnun kleift að veita allt að 3,2 milljarða króna í formi nýrra útlána með sveigjanlegri skilmálum. Fjármagninu er einkum ætlað að styðja við unga bændur, viðkvæm byggðarlög og konur í frumkvöðlastarfsemi. Gert er ráð fyrir að styðja við að minnsta kosti 50 lítil og meðalstór fyrirtæki á Íslandi. 

Við undirritun samkomulagsins sagði Arnar Már Elíasson, forstjóri Byggðastofnunar: “Ísland er eitt af dreifbýlustu löndum heims með aðeins 4 íbúa á hvern ferkílómeter. Því til viðbótar býr um 80% þjóðarinnar á höfuðborgarsvæðinu sem leiðir af sér víðfeðm svæði þar sem fáir eða enginn býr. Innviðauppbygging í dreifðum byggðum er krefjandi og kostnaðarsöm. Ábyrgðakerfi InvestEU veitir Byggðastofnun nauðsynleg úrræði til að veita mikilvæga og hagkvæma lánamöguleika í landsbyggðunum til að jafna lífskjör allra landsmanna”.

Thomas Östros, varaforseti Evrópska fjárfestingarbankans (EIB Group), tók undir þetta: “Eitt af markmiðum EIB Group er að styðja við lítil og meðalstór fyrirtæki. Með því að útvíkka InvestEU áætlun Evrópusambandsins til EFTA ríkja er EIF að útvíkka ábyrgðakerfið til Íslands. Frumkvöðlar í landbyggðunum standa frammi fyrir áskorunum, bæði umhverfis og fjárhagslegum og því erum við ánægð að styðja við Byggðastofnun í að efla lánamöguleikana.”

Frá undirrituninni í dag. Frá vinstri: Arnar Már Elíasson forstjóri Byggðastofnunar, Thomas Östros varaforseti Evrópska fjárfestingarbankans, Lucie Samcová-Hall Allen sendiherra ESB á Íslandi og Hrund Pétursdóttir forstöðumaður fyrirtækjasviðs Byggðastofnunar   

   

 Frá vinstri: Margrét Ágústa Sigurðardóttir framkvæmdarstjóri Bændasamtaka Íslands, Arnar Már frá Byggðastofnun, Thomas Östros frá EIB Group, Lucie Samková-Hall Allen sendiherra ESB á Íslandi, Hrund Pétursdóttir frá Byggðastofnun, Arnar Þór Sævarsson framkvæmdarstjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga, Örvar Þór Ólafsson fjármálastjóri Bændasamtaka Íslands og  Valdemar Silva fulltrúi EIF.


Samkomulagið við Byggðastofnun er fyrsta ábyrgðasamkomulagið á Íslandi sem er stutt af InvestEU áætluninni.

Lucie Samcová - Hall Allen, sendiherra ESB á Íslandi sagði að “í um þrjá áratugi hafa íslensk fyrirtæki, háskólar, rannsóknarstofnanir og aðrir tekið þátt í mismunandi áætlunum á vegum Evrópusambandsins. Árangurshlutfall þessara aðila er mjög hátt og eru þeir mikils metnir af alþjóðlegum samstarfsaðilum. Ábyrgðasamkomulagið sem við skrifum undir við Byggðastofnun í dag er fyrsta samkomulagið um bakábyrgðir InvestEU áætlunarinnar á Íslandi. Ég hlakka til að sjá hvernig það mun hjálpa litlum fyrirtækjum í landsbyggðunum að vaxa og dafna”.

Þetta er annað ábyrgðasamkomulag Byggðastofnunar og EIF.  Fyrra samkomulagið (COSME Loan Guarantee Facility) bætti aðgengi íslenskra fyrirtækja í landsbyggðunum að fjármagni með um 100 lánum að fjárhæð 4,3 milljörðum króna á árunum 2021-2023.

 

 


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389