Fara í efni  

Fréttir

Tvö ný norðurslóðaverkefni Næsti umsóknarfrestur er til 14. mars 2003

Tvö verkefni sem Íslendingar taka þátt í fengu í desember 2002 styrk frá Norðurslóðaáætlun ESB. Þetta eru verkefnin Destination Viking - Sagas & Storytelling og Rural Business women. Íslendingar gerðust aðilar að Norðurslóðaáætlun ESB (Northern Periphery Programme) vorið 2002 með samþykkt nýrrar þingsályktunar iðnaðarráðherra um stefnu í byggðamálum á Alþingi. Framlag íslenskra stjórnvalda til áætlunarinnar eru 25 milljónir á ári til ársins 2006 og eru þau verkefni sem Íslendingar taka þátt í styrkt af þessu framlagi


Að verkefninu "Destination Viking - Sagas & Storytelling" koma 18 "víkingaverkefni" frá sex löndum: Íslandi, Grænlandi, Færeyjum, Noregi, Skotlandi og Svíþjóð. Þetta er fyrsta Norðurslóðaverkefnið sem er undir stjórn Íslendinga og jafnframt stærsta Evrópuverkefni á sviði menningarferðaþjónustu sem Íslendingar taka þátt í til þessa. Byggðastofnun er í forsvari fyrir verkefnið en verkefnisstjóri er Rögnvaldur Guðmundsson hjá Rannsóknum og ráðgjöf ferðaþjónustunnar. Sex íslenskir þátttakendur eru í verkefninu: Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða með verkefni um Gísla sögu, Dalabyggð með Eiríksstaði og Leifsverkefnið, Safnahús Vesturlands með Egilsstofu, Grettistak sf. í Húnaþingi vestra, Reykjanesbær með víkingaskipið Íslending og uppsveitir Árnessýslu með verkefni um Þjórsárdal og Þjóðveldisbæinn. Verkefnið er til þriggja ára og lýkur í árslok 2005.

Verkefnið "Rural Business Women" er samstarfsverkefni fjögurra þjóða: Finnlands, Svíþjóðar, Skotlands og Íslands, en er undir stjórn Finna. Verkefninu er ætlað að efla atvinnusköpun kvenna í dreifbýli, sem lýtur að nýtingu náttúruauðlinda í víðum skilningi. Þá er átt við gæði lands og sjávar, jafnt hvað varðar framleiðslu og þjónustu sem byggir á náttúruauðlindum. Það verður gert meðal annars með rannsóknum, fræðslu og stuðningi við smáfyrirtæki kvenna auk markaðsgreiningar og markaðssetningar náttúruafurða.
Atvinnu- og jafnréttisráðgjafar Byggðastofnunar í Norðvestur- og Norðausturkjördæmi fara með stjórn verkefnisins f.h. íslensku þátttakendanna, en auk þeirra tekur Símenntunarmiðstöð Vesturlands þátt í verkefninu, sem sérfróður aðili um miðlun fræðslu á strjálbýlum svæðum.

Næsti frestur til að skila inn umsóknum til Norðurslóðaáætlunarinnar er til 14. mars nk. Byggðastofnun rekur landsskrifstofu Norðurslóðaáætlunarinnar á Íslandi en þar er m.a. hægt að fá nánari upplýsingar um áætlunina og aðstoð við að nálgast erlenda samstarfsaðila.

Nánari upplýsingar veitir starfsmaður þróunarsviðs Byggðastofnunnar Ingunn Helga Bjarnadóttir - ingunn@bygg.is


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389