Fréttir
Tvær umsóknir af níu samþykktar í þriðja kalli
Stjórn Norðurslóðaáætlunarinnar hefur samþykkt að styðja tvær af þeim níu umsóknum sem bárust í þriðja kalli sem lauk 26. maí sl. Þetta er lægra hlutfall samþykktra umsókna en í fyrri köllum á áætlunartímabilinu en í fyrsta kalli var árangurhlutfallið 8/19 eða 42% og í öðru kallinu 6/9 eða 67%. Af þessum níu umsóknum voru sex með íslenskum þátttakendum og í báðum þeim sem samþykktar voru.
Eftirtalin verkefni voru samþykkt:
OatFrontiers - Adapting oats to final Frontier
Markmið verkefnisins er að auka kornrækt á norðlægum slóðum og eru hafrar valdir vegna þekktra jákvæðra heilsuáhrifa og notkun þeirra í matargerð er vaxandi. Þeir eru einnig þolin jurt sem þarfnast minni efnanotkunar og þola lægra sýrustig jarðvegs en hveiti og bygg. Í eldra NPA verkefninu CEREAL kom í ljós að megin hindrunin í veginum er vöntun á plöntuefni sem er nægjanlega aðlagað staðbundnum aðstæðum til að auka möguleika á gæða kornrækt á svæðinu. Norrænu ræktunarfyrirtækin eru lítil og hafa ekki bolmagn til þróunar fyrir þetta litla markaðssvæði. Þess utan eru engin ræktunarfyrirtæki starfandi á Íslandi og Írlandi þar sem vantar sárlega yrki sem aðlöguð eru staðbundnum aðstæðum. Því er nauðsynlegt að leita aðstoðar út fyrir svæðið. Prófuð verða 400 mismunandi yrki við mismunandi aðstæður og ný yrki þróuð á grundvelli þeirra prófana. Í gegnum þau tilraunaverkefni verður þekkingu miðlað til bænda um bestu fáanlegu yrki á hverjum tíma miðað við umhverfisaðstæður hvers og eins.
Þátttakendur eru Natural Resources Institute Finland (FI) sem leiðir verkefnið, Norwegian University of Life Sciences (NO), Graminor Ltd. (NO), Lantmännen (SE), Teagasc – Agriculture and Food Development Authority (IE), University College Dublin (IE), Boreal Plant Breeding Ltd. (FI), Norwegian Institute of Bioeconomy Research (NO), Lund university (SE) og Landbúnaðarháskóli Íslands. Heildarkostnaður verkefnisins er 1.681 þús. evrur og þar af er íslenski hlutinn 170 þús. evrur.
NoBiCC - Northern Buildings in Changing Climate
Vegna loftalagsbreytinga hefur tíðni sveiflna milli heitra og kaldra loftmassa á veturna aukist sem birtist í meiri vindstyrk og sterkari hviðum með aukinni rigningu til viðbótar við almennt rakara loft. Þetta samspil mun auka rakaálag á byggingar en verkefnið ætlar að rannsaka langtímaáhrif áhrif þessara breytinga við mismunandi aðstæður. Frá heimskautaloftslagi á Grænlandi, úthafsloftslagi á Íslandi og í Noregi, til meginlandsloftslags í norðurhluta Svíþjóðar og Finnlands. Áhrif mismunandi umhverfisaðstæðna á yfirborð mismunandi bygginga verða rannsökuð til að greina hvaða húshlutar í mismunandi húsagerðum eru líklegastir til að verða fyrir auknu rakaálagi. Verkefnið er skref í átt að næstu kynslóð bygginga og hönnunar sem tekst á við breytt loftslag.
Þátttakendur eru UiT The Arctic University of Norway (NO), sem leiðir verkefnið,
University of Oulu (FI), Umeå University (SE), Nuuk Architects & Planners a/s (GL) og Háskólinn í Reykjavík. Heildarkostnaður verkefnisins er 1.556 þús. evrur og þar af er íslenski hlutinn 200 þús. evrur.
Fréttasafn
- 2025
- janúar febrúar
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember