Fréttir
Þrjátíu milljónum úthlutað til verslunar í dreifbýli
Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, hefur staðfest tillögur valnefndar um verkefnastyrki sem veittir eru á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2022-2036. Að þessu sinni var 30 milljónum kr. úthlutað til verslunar í dreifbýli fyrir árin 2022 og 2023. Samningar vegna styrkjanna verða undirritaðir á næstu dögum.
Markmiðið er að styðja við rekstur dagvöruverslana í minni byggðarlögum fjarri stórum byggðakjörnum til að viðhalda mikilvægri grunnþjónustu. Framlögin eiga að bæta rekstur verslana og skjóta frekari stoðum undir hann, til dæmis með samspili við aðra þjónustu, breyttri uppsetningu í verslunum og bættri aðkomu.
Alls bárust ellefu umsóknir og samtals var sótt um kr. 41.549.550.
Verkefnin sem hljóta styrk eru:
- Verslun í Árneshreppi hlýtur styrk að upphæð kr. 6.000.000.
- Pöntunarþjónusta Hafnartanga, Bakkafirði. Tilraunaverkefni um pöntunarþjónustu, framhald fyrra verkefnis frá 2019 sem er lokið. Verkefnið er styrkt um kr. 1.644.000.
- Verslunarfélag Drangsness. Smásöluverslun, póstþjónusta, bensín- og olíuafgreiðsla, samfélagshús. Verslunin er styrkt um kr. 7.800.000.
- Hríseyjarbúðin ehf. Verslunin hlýtur styrk til kaupa á tækjum og búnaði og til rekstrar að upphæð kr. 4.730.000.
- Verslun í Grímsey hlýtur rekstrarstyrk að upphæð kr. 2.000.000.
- Lágvöruverslunin Skerjakolla á Kópaskeri. Verslunin hlýtur styrk vegna endurbóta á húsnæði kr. 2.826.000.
- Gvendarkjör, Kirkjubæjarklaustri. Ljúka á endurbótum á húsnæði og kaupa tæki og búnað. Verslunin er styrkt um kr. 2.500.000.
- Verslunin Urð ehf., Raufarhöfn. Verslunin hlýtur styrk til viðhalds á húsnæði, kr. 1.000.000 árið 2022 og kr. 1.500.00 árið 2023, alls 2.500.000 kr.
Þriggja manna valnefnd fór yfir umsóknirnar og gerði tillögur til ráðherra. Í valnefnd sátu þau Elín Gróa Karlsdóttir, verkefnisstjóri hjá Ferðamálastofu, Sigurður Árnason, sérfræðingur á Byggðastofnun, sem jafnframt er formaður og Snorri Björn Sigurðsson fyrrverandi forstöðumaður þróunarsviðs Byggðastofnunar. Með valnefnd starfaði Sigríður K. Þorgrímsdóttir sérfræðingur hjá Byggðastofnun. Skipun valnefndar og mat umsókna voru í samræmi við reglur um úthlutun innviðaráðherra á framlögum sem veitt eru á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2022-2036.
Frétt af vef Stjórnarráðsins.
Fréttasafn
- 2025
- janúar
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember