Fara í efni  

Fréttir

Þjónustukannanir Byggðastofnunar

Samkvæmt byggðaáætlun 2014-2017 á að meta aðgengi íbúa að þjónustu og setja fram tillögur til úrbóta. Ákveðið var að skoða fyrst þjónustusókn íbúa á Norðurlandi vestra og nota þá könnun sem fyrirmynd að verklagi við sambærilegar kannanir í öðrum landshlutum. Þjónustukönnun var framkvæmd á Norðurlandi vestra haustið 2015 og niðurstöður birtar og kynntar í apríl 2016.

Undirbúningur að framkvæmd þjónustukannana á Vesturlandi, Vestfjörðum, Norðurlandi eystra, Austurlandi, Suðurlandi og Suðurnesjum hófst haustið 2016 í samstarfi við landshlutasamtök sveitarfélaga og Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri. Niðurstöður úr könnunum fyrir þessa landshluta lágu fyrir um síðastliðin áramót og var unnið úr þeim á fyrrihluta ársins 2018.

Könnunin fór fram í júní-október 2017 og sá Gallup um þá vinnu. Tekið var lagskipt slembiúrtak úr viðhorfahópi Gallup og Þjóðskrár, skipt eftir póst- eða sveitarfélagsnúmerum. Þessi úrtaksaðferð er algeng þar sem þýðið er mjög lítið í nokkrum laganna, búsetusvæði í þessu tilviki. Til að auka alhæfingargildi niðurstaðna fyrir það svæði er fleiri svörum safnað á fámennum búsetsvæðum en myndu hafa safnast ef tekið er einfalt tilviljunarúrtak úr landshlutanum öllum. Um var að ræða blandaða net- og símakönnun. Þátttakendur í viðhorfahópi fengu senda vefslóð í tölvupósti sem vísaði í könnunina. Samhliða hringdu spyrlar Gallup í þjóðskrárhluta úrtaksins og buðu þátttakendum að svara könnuninni á netinu eða í síma. Þrjár áminningar voru sendar til þátttakenda í tölvupósti.

Í könnununum var leitað svara við því hvert og hversu oft íbúar sækja margvíslega þjónustu. Lögð var áhersla á að kanna hvort þjónustusókn væri mismunandi eftir búsetusvæðum. Spurt var um tíðni notkunar á þjónustu sem notuð er oft (mánaðarlega) og þeirri sem notuð er sjaldnar (árlega).  Einnig var lögð áhersla á að kanna hvort þjónustusókn væri mismunandi innan hvers landshluta. Hverjum landshluta var því skipt upp í búsetusvæði eða þjónustusóknarsvæði í samvinnu við landshlutasamtök sveitarfélaga.  Hér er litið svo á að þjónustusókn íbúa innan hvers búsetusvæðis sé í meginatriðum lík en að þjónustusókn geti verið ólík eftir búsetusvæðum innan hvers landshluta. Suðurnesjum var skipt upp í fimm búsetusvæði, Vesturlandi í fimm, Vestfjörðum í fjögur, Norðurlandi eystra í átta, Austurlandi í fimm og Suðurlandi í átta búsetusvæði, samtals 35 búsetusvæði.

Þjónustukannanirnar gefa viðamiklar niðurstöður á ýmsum sviðum og skýrslurnar í heild er að finna hér. Í framhaldinu verða lagðar fram tillögur til úrbóta þar sem þjónusta er ekki í samræmi við kröfur í nútímasamfélagi.

Þjónustukannanir


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389