Fara í efni  

Fréttir

Þátttaka í fjölþjóðlegu samstarfi á sviði byggðaþróunar

Mánudaginn 12. mars sl. gekkst Byggðastofnun fyrir ráðstefnu í Háskólanum í Reykjavík um þátttöku Íslands í evrópsku samstarfi um rannsóknir og stefnumótun í byggðaþróun undir yfirskriftinni ESPON og Ísland. Aðalsteinn Þorsteinsson forstjóri Byggðastofnunar setti ráðstefnuna og henni stjórnaði Sveinn Þorgrímsson skrifstofustjóri byggðamála í iðnaðarráðuneytinu. Dagskrá ráðstefnunnar má sjá hér


Í ESPON starfa saman lönd Evrópusambandsins og Noregur, Sviss, Liechtenstein og Ísland að mótun áherslusviða fyrir rannsóknir á sviði byggðaþróunar, að styrkveitingum til rannsókna í samræmi við þessar áherslur á samkeppnisgrundvelli og að landfræðilegu upplýsingasafni um byggðaþróun í Evrópu.

Aðalerindið á ráðstefnunni flutti Peter Mehlbye, forstöðumaður ESPON, sem svaraði líka fyrirspurnum annarra þátttakenda í ráðstefnunni. Hann fór breitt yfir starfsemi ESPON, starfshætti, skipulag, áherslur, rannsóknir og útgáfur og gerði grein fyrir stöðu ESPON og framtíðarhorfum á næsta starfstímabili, 2014-2020. Þá sýndi hann kynningarmyndband fyrir ESPON þar sem íslensku umhverfi bregður fyrir á meðan fólk úr stjórnmálum, háskólum og stjórnsýslu tjáir sig um mikilvægi ESPON. Myndbandið má sjá hér .  Erindi Peters var í þremur köflum og glærurnar, tölusettar á sama hátt, má sjá hér. Aðrir sem erindi fluttu á ráðstefnunni töluðu um ýmsar hliðar fjölþjóðlegs samstarf um byggðarannsóknir og tengingu við stefnumótun á Íslandi og um sóknaráætlanir landshluta. Glærur þeirra má sjá hér .

Einn tilgangur Byggðastofnunar með ráðstefnunni var að afla efnis og viðhorfa í umræðu um þátttöku Íslands í ESPON á næsta starfstímabili. Á ráðstefnunni kom fram stuðningur við áframhald, bæði frá stjórnsýslu- og rannsóknastofnunum. Sú umræða mun halda áfram samhliða undirbúningi ESPON fyrir næsta starfstímabil eins og kom fram í máli Sveins ráðstefnustjóra og Aðalsteins forstjóra í lok ráðstefnunnar og Stefaníu Traustadóttur í innanríkisráðuneytinu sem að endingu tók saman meginatriði ráðstefnunnar.

Aðalsteinn minnti í lokaorðum á opið málþing ESPON í Álaborg 13. og 14. júní nk. þar sem gefst færi á fræðslu um ESPON og rannsóknarverkefnin, til tengslamyndana og til þess að taka þátt í umræðum um framtíðarstarf og áherslur ESPON.

Hægt er að fylgjast með gangi mála á heimasíðu ESPON .


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389