Fréttir
Styrkur til Hríseyjarbúðarinnar skiptir sköpum
Innviðaráðherra staðfesti í desember 2024 tillögur valnefndar um verkefnastyrki sem veittir eru á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2022-2036. Að þessu sinni var úthlutað sautján milljónum kr. til verslana í dreifbýli fyrir árið 2025.
Markmið með styrkjunum er styðja við rekstur dagvöruverslana í minni byggðarkjörnum á fámennum markaðssvæðum sem staðsettir eru fjarri stærri bæjum og viðhalda þannig mikilvægri grunnþjónustu.
Í heimsókn starfsmanna Byggðastofnunar í Hríseyjarbúðina á dögunum sagði Gabríel Ingimarsson rekstrarstjóri búðarinnar m.a.: "Styrkur til Hríseyjarbúðarinnar skiptir sköpum fyrir reksturinn og verður nýttur til að vinna frekar að sjálfbærari Hríseyjarbúð til framtíðar. Styrkurinn tryggir áframhaldandi rekstur samfélagslegrar miðstöðvar Hríseyinga árið um kring."
Auk Hríseyjarbúðarinnar voru verslanir á Reykhólum, í Árneshreppi, á Bakkafirði, Raufarhöfn og Drangsnesi styrktar að þessu sinni. Það er ljóst að styrkirnir skipta þessar búðir miklu og tryggja aðgengi íbúa að dagvöru á byggðalega viðkvæmum svæðum.
Að neðan má sjá inn í sjálfsafgreiðsluskúr verslunarinnar og starfsmenn Byggðastofunar með Gabríel rekstrarstjóra í Hríseyjarbúðinni.
Fréttasafn
- 2025
- janúar
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember