Fara í efni  

Fréttir

Styrkir til meistaranema 2019

Stjórn Byggðastofnunar ákvað á fundi sínum þann 18. janúar sl. að styrkja þrjá meistaranema sem vinna að lokaverkefnum á sviði byggðamála. Heildarupphæð styrkjanna er ein milljón króna. Veittir eru tveir styrkir að upphæð 350.000 krónur, en þriðja verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð 300.000 krónur. Tvær rannsóknanna eru á sviði heilbrigðismála en þriðja verkefnið er könnun varðandi heimavinnslu landbúnaðarafurða.

Auglýsing um styrkina birtist í október og umsóknarfrestur rann út á miðnætti 6. nóvember. Alls bárust níu umsóknir sem er nokkur fjölgun frá síðasta ári sem er ánægjuleg þróun.  Styrkirnir eru fjármagnaðir af byggðaáætlun og skulu verkefnin sem sótt er um styrk til hafa skírskotun til markmiða eða aðgerða byggðaáætlunar.

Verkefnin sem styrk hljóta eru:

Að takast á við langvinnan sjúkdóm fjarri sérfræðiþjónustu: upplifun einstaklinga með kransæðasjúkdóm. Upphæð kr. 350.000,-  Styrkþegi er Þórunn Björg Jóhannsdóttir, meistaranemi  á heilbrigðisvísindasviði í Háskólanum á Akureyri.

Markmið rannsóknarinnar er annars vegar að lýsa upplifun fólks með kransæðasjúkdóma á landsbyggðinni af eftirliti, endurhæfingu, fræðslu og stuðningi við sjálfsumönnun og lífsstílsbreytingar og hins vegar að lýsa sýn þátttakenda á þeirri heilbrigðisþjónustu sem veitt er og þeim úrbótum sem hópurinn telur mikilvægar.

Reynsla fólks af landsbyggðinni af krabbameinsmeðferð fjarri heimabyggð. Upphæð kr. 350.000,-Styrkþegi er Halldóra Egilsdóttir, meistaranemi í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands.

Markmið rannsóknarinnar er að veita innsýn í reynslu einstaklinga af landsbyggðinni af því að fá krabbameinsmeðferð fjarri heimabyggð.  Niðurstöður rannsóknarinnar gætu verið leiðbeinandi við þróun þjónustu, bæði í dreifbýli og á Landspítala og stuðlað að því að betur verði mætt þörfum einstaklinga óháð búsetu.

Heimavinnsla landbúnaðarafurða – framtíðarhorfur. Upphæð kr. 300.000,- Styrkþegi er Elfa Björk Sævarsdóttir, meistaranemi  í matvælafræði við Háskóla Íslands.

Kanna á viðhorf bænda til heimavinnslu og heimasölu búafurða, hver framtíðarsýn bænda er varðandi vöruþróun og milliliðalaus viðskipti og hversu margir bændur sjá fyrir sér fullvinnslu heima á býli eða í héraði og milliliðalausa sölu afurða. Einnig verður skoðað hvernig matvælaöryggi er tryggt í heimavinnslu.

Byggðastofnun óskar styrkþegum til hamingju!


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389