Fréttir
Strandagaldur hlaut Eyrarrósina
Alls voru þrjú verkefni tilnefnd til Eyrarrósarinnar úr hópi fjölmargra umsækjenda.
Í umsögn dómnefndar segir: Strandagaldur stendur að fjölbreyttum verkefnum og sýningum á sviði þjóðfræði og
sýningarhalds og hefur frá upphafi vakið verðskuldaða athygli innanlands og utan. Sérstaða svæðisins er nýtt til að draga fram
íslenska þjóðtrú og sögu og óhætt er að fullyrða að verkefnið á sér ekki hliðstæðu.
Metnaður og fagþekking eru höfð að leiðarljósi. Starfsemin hefur jákvæð áhrif á byggðaþróun og uppbyggingu
atvinnulífs héraðsins sem aftur styrkir stoðir þess og dregur athygli ferðamanna að því. Rík þátttaka heimafólks í
starfinu er til fyrirmyndar.
Framkvæmdastjóri Strandagaldurs er Sigurður Atlason. Formaður stjórnar er Magnús Rafnsson sagnfræðingur Bakka í Bjarnarfirði, aðrir
í stjórn eru Jón Jónsson þjóðfræðingur, Kirkjubóli í Steingrímsfirði, Matthías Lýðsson bóndi,
Húsavík í Steingrímsfirði, Ólafur Ingimundarson húsasmíðameistari, Svanshóli í Bjarnarfirði, Magnús H.
Magnússon veitingamaður, Hólmavík og Valgeir Benediktsson, bóndi Árnesi í Trékyllisvík.
Sjá nánar um starfsemi Strandagaldurs á http://www.galdrasyning.is/
Viðurkenningin er fjárstyrkur að upphæð 1.5 milljón, verðlaunagripur eftir Steinunni Þórarinsdóttur auk flugmiða frá
Flugfélagi Íslands. Dorrit Moussaieff forsetafrú afhenti viðurkenninguna og hún er jafnframt verndari Eyrarrósarinnar.
Voru öll þrjú verkefnin kynnt sérstaklega á Bessastöðum í dag. Hin verkefnin tvö eru Safnasafnið og Sumartónleikar í
Skálholtskirkju. Hlutu þau 200 þúsund króna fjárstyrk hvort og flugmiða frá Flugfélagi Íslands.
Ingimundur Sigfússon formaður stjórnar Listahátíðar í Reykjavík flutti ávarp við athöfnina
Fyrir rúmu ári féllu verðlaunin í skaut LungA Llistahátíðar ungs fólks, Austurlandi en árið 2005 hlaut Þjóðlagahátíðin á Siglufirði Eyrarrósina.
Nýr samningur undirritaður á Bessastöðum
Eyrarrósin á rætur sínar í því að árið 2004
gerðu Listahátíð í Reykjavík, Byggðastofnun og Flugfélag Íslands með sér samkomulag um eflingu menningarlífs á
landsbyggðinni til þriggja ára í tilraunaskyni. Afar vel hefur tekist til og því var ákveðið að endurnýja samstarfið. Var nýr
samningur um samstarfið undirritaður á Bessastöðum í dag.
Markmiðið með Eyrarrósinni er að stuðla að auknu menningarlífi á landsbyggðinni, auka kynningarmöguleika einstakra sveitarfélaga og landshluta og skapa sóknarfæri á sviði menningartengdrar ferðaþjónustu. Eyrarrósin er veitt árlega einu afburða menningarverkefni á starfssvæði Byggðarstofnunar.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember