Fréttir
Stjórn Byggðastofununar fundar á Skagaströnd í dag
Það er hefð fyrir því að stjórnarfundir Byggðastofnunar séu haldnir víða á landsbyggðunum og er ekki brugðið út af því í dag þar sem fundur stendur nú yfir á Skagaströnd.
Arnar Már Elíasson forstjóri Byggðastofnunar segir mikilvægt fyrir stjórn og starfsfólk að hafa möguleika á að kynna sér helstu áherslur í viðkomandi byggðalagi sem heimsótt er, kynnast starfsemi fyrirtækja og stofnana en einnig að kynna hvernig hægt sé að nýta hin ýmsu verkfæri sem Byggðastofnun hafi yfir að ráða, þar sem það á við.
"Við fáum góðar kynningar í dag, bæði á Rannsóknarseti Háskólans og BioPol, á starfsemi Greiðslustofu Vinnumálastofnunar auk þess sem við munum heimsækja Nes listamiðstöð síðar í dag. Við verðum í góðum höndum heimamanns, Magnúsar B. Jónssonar sem nýlega lét af störfum sem stjórnarformaður Byggðastofnunar" segir Arnar.
Auk stjórnarfundanna sem haldnir eru víða á landsbyggðunum, eru fyrirhugaðar heimsóknir til allra sveitarfélaga landsbyggðanna og hafa stjórnendur Byggðastofnunar nú þegar heimsótt Norðurþing og Langanesbyggð sem fyrsta fasa í þeirri fundaröð.
"Reynslan sýnir okkur að heimsóknir sem þessar eru nauðsynlegar í að viðhalda og efla góð samskipti um allt land. Það er í senn mikilvægt fyrir okkur að kynna okkur helstu málefni sveitarfélaganna en ekki síður þarft fyrir forsvarsmenn þeirra að sjá hvar hugsanlegir samstarfsfletir með Byggðastofnun gætu legið", segir Arnar að lokum.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember