Fara í efni  

Fréttir

Sterkar Strandir - Góður íbúafundur og spennandi verkefni í Strandabyggð

Sterkar Strandir - Góður íbúafundur og spennandi verkefni í Strandabyggð
Frá íbúafundi í Strandabyggð

Þann 22. júní sl. kom verkefnisstjórn Sterkra Stranda saman á Hólmavík til fundar um verkefnið Sterkar Strandir. Blíðskaparveður beið fundargesta sem hófu fundinn á að sækja nokkra styrkhafa heim og fá kynningu á styrktum verkefnum. Fyrst var skíðasvæðið í Selárdal skoðað og aðstaðan þar. Þvínæst var stoppað í Sauðfjársetrinu á Ströndum og á Galdrasetrinu á Hólmavík. Einnig fékk verkefnisstjórn kynningu á byggingaráfomum vegna nýs atvinnuhúsnæðis og kynningu á verkefninu Kyrrðarkrafti.

Íbúafundur var haldinn síðla dags í félagsheimilinu á Hólmavík og var ágætlega sóttur. Á fundinum kynnti Siguður Líndal verkefnisstjóri stöðu verkefnisins og fór yfir markmið fundarins. Að því loknu var íbúum skipt upp í þrjá hópa eftir áhugasviði hvers og eins og fékk hver hópur það hlutverk að ígrunda eitt meginmarkmið Sterkra Stranda og þau starfsmarkmið sem íbúar hafa áður sett fram undir hverju meginmarkmiði. Í hverjum hópi sköpuðust góðar umræður þar sem staða markmiða var metin og lagðar voru fram tillögur að breytingum og/eða viðbótum við aðgerðaáætlun. Eftir hópavinnu gæddu fundargestir sér á dýrindis súpu og brauði áður en fulltrúar íbúa úr hverjum hópi kynntu helstu niðurstöður úr umræðum. Í lok fundarins gafst fundargestum tækifæri til almennrar umræðu og fyrirspurna um verkefnið.

Það má með sanni segja að mikil gróska er í verkefnum sem íbúar í Strandabyggð eru að vinna að um þessar mundir og hugur í íbúum að efla samfélag sitt. Nýlega var styrkjum úthlutað úr Frumkvæðissjóði Sterkra Stranda til fjölbreyttra verkefna og gaman verður að fylgjast með framvindu þeirra. Með samhentu átaki íbúa og samstarfsaðila í verkefninu Sterkum Ströndum standa vonir til að byggðalagið haldi áfram að styrkjast og eflast.

Myndirnar tók Laufey Skúladóttir 


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389