Fara í efni  

Fréttir

Starfslok Guðmundar Guðmundssonar

Starfslok Guðmundar Guðmundssonar
Guðmundur Guðmundsson og Aðalsteinn Þorsteinsson

Nú líður að starfslokum Guðmundar Guðmundssonar á Byggðastofnun og í dag er síðasti starfsdagur hans á skrifstofu Byggðastofnunar hér á Sauðárkróki. Hann var fyrst ráðinn sem sumarstarfsmaður vorið 1978 og síðar fastráðinn hjá Framkvæmdastofnun ríkisins (síðar Byggðastofnun) þann 1. febrúar 1980 og hefur starfað hér óslitið síðan. Svona langur ferill er auðvitað mjög óvenjulegur og dýrmætur fyrir stofnunina. Mörgum og þá kannski sérstaklega yngra fólki þykir þetta merkileg tilhugsun, heil starfsævi á sama vinnustað. Sem bendir auðvitað til þess að vinnustaðurinn sé góður, verkefnin skemmtileg og vinnufélagarnir þolanlegir.

Guðmundur hefur alla tíð sinnt hér mjög fjölbreyttum verkefnum stórum og smáum og oft má sjá nafn hans þegar gluggað er í gömul gögn og skýrslur. Öllum sínum verkefnum hefur hann sinnt vel og samviskusamlega og þannig að engar áhyggjur hefur nokkurn tíma þurft að hafa af því. Óhjákvæmilega verður heilmikill spekileki af brotthvarfi hans, en við náum vonandi að vinna það upp með tíð og tíma.

Guðmundur hefur einstaklega ljúfa og góða nærveru og hefur alltaf reynst vinnufélögum sínum afskaplega bóngóður og fjölfróður, ófeiminn að benda á það sem betur má fara og kann þá list að gagnrýna á þann veg að eftir því er farið og líka að hrósa vinnufélögum sínum þegar tilefni er til.

Við færum honum okkar bestu þakkir fyrir samstarfið.


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389