Fara í efni  

Fréttir

Skýrsla um Hagvöxt landshluta 2008-2016

Skýrslan Hagvöxtur landshluta 2008-2016 er komin út. Skýrslan er unnin af Dr. Sigurði Jóhannessyni hjá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands í samvinnu við þróunarsvið Byggðastofnunar.

Frá hruni bankanna hefur framleiðsla vaxið meira á þrem landsvæðum en annars staðar: Á Suðurlandi, Suðurnesjum og Norðurlandi eystra. Hagvöxtur var 15-18% í þessum hlutum landsins á árunum 2008 til 2016, langt yfir landsmeðaltali, sem var 10%.[1] Þá vekur athygli 11% vöxtur á Norðurlandi vestra, en þar óx framleiðsla lengi einna hægast á landinu. Framleiðsla virðist vera á uppleið á Vestfjörðum síðustu árin, þótt hún sé ekki miklu meiri 2016 en 2008. Þess ber að gæta að þar hefur laxeldi aukist töluvert eftir 2016. Framleiðsla á Vesturlandi er ekki miklu meiri 2016 en 2008, en hún hefur aðeins tekið við sér seinustu árin. Á Austurlandi virðist framleiðsla fremur fara minnkandi eftir góðan vöxt fyrst eftir að álver tók til starfa í Reyðarfirði. Framleiðsla jókst áfram mikið á Suðurlandi síðasta árið sem hér er skoðað, 2016, eða um 9%. Á Suðurnesjum jókst framleiðsla um 7% 2016 og raunar var þá einnig góður hagvöxtur á Norðurlandi eystra, eða um 5%, þótt hann væri aðeins undir landsmeðaltalinu, sem var 7%.


Til baka

Fréttasafn

2025
janúar
2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389