Fara í efni  

Fréttir

Sköpunarmiðstöðin á Stöðvarfirði er handhafi Landstólpans 2018

Sköpunarmiðstöðin á Stöðvarfirði er handhafi Landstólpans 2018
Vincent, Una og Rósa taka við Landstólpanum

Á ársfundi Byggðastofnunar sem haldinn var á Laugarbakka miðvikudaginn 25. apríl, var Landstólpinn, samfélagsviðurkenning Byggðastofnunar, afhentur í áttunda sinn. Að þessu sinni hlaut Sköpunarmiðstöðin á Stöðvarfirði viðurkenninguna.

Landstólpinn er veittur einstaklingi, fyrirtæki eða hóp/verkefni á vegum fyrirtækis eða einstaklinga, fyrir framtak sem vakið hefur jákvæða athygli á byggðamálum, landsbyggðinni í heild, eða einhverju tilteknu byggðarlagi og þannig aukið veg viðkomandi samfélags. Viðurkenningin er hvatning, hugmynd að baki er að efla skapandi hugsun og bjartsýni.

Heitið Landstólpinn er fengið úr kvæði Jónasar Hallgrímssonar, Alþing hið nýja (1840). Jónas segir bóndann stólpa búsins og búið stólpa landsins, það sem landið treystir á. Viðurkenning Byggðastofnunar er þó ekki bundin við landbúnað eða sveitir landsins, merkingu búsins í bændasamfélagi 19. aldar er yfirfærð á nútímasamfélagið, sem byggir á mörgum stoðum og stólpum. Landstólpinn var fyrst afhentur árið 2011.

Handhafar Landstólpans 2011-2017:

  • 2011: Jón Jónsson menningarfrömuður á Ströndum.
  • 2012: Örlygur Kristfinnsson frumkvöðull í menningarferðaþjónustu og safnastarfi á Siglufirði.
  • 2013: Þórður Tómasson safnvörður og fræðimaður á Skógum undir Eyjafjöllum.
  • 2014: Fyrirtækið Norðursigling á Húsavík.
  • 2015: Vilborg Arnarsdóttir frá Súðavík vegna uppbyggingar fjölskyldugarðs á Súðavík.
  • 2016: Sönghópurinn Álftagerðisbræður ásamt stjórnanda sínum Stefáni R. Gíslasyni.
  • 2017: Hörður Davíðsson í Efri-Vík

Viðurkenningargripurinn í ár er falleg mosakúla, hönnuð af keramik-listakonunni Kolbrúnu Björgólfsdóttur, en hún gengur einnig undir nafninu Kogga og er ein færasta keramik-listakona landsins. 

Tilnefningar til Landstólpans bárust víðsvegar að af landinu, en alls voru 14 aðilar tilnefndir. Það eru skemmtileg tengsl milli handhafa Landstólpans og listakonunnar Koggu en hún er fædd og uppalin á Stöðvarfirði. Niðurstaða dómnefndar varð sú að veita hinum kraftmiklu frumkvöðlum Rósu Valtingojer, Unu Sigurðardóttur og Vincent Wood í Sköpunarmiðstöðinni á Stöðvarfirði, Landstólpann 2018. Þau eru svo sannarlega vel að því komin en dugnaður þeirra og drifkraftur er afar hvetjandi fyrir aðra, sem samrýmist vel þeirri hugsun sem býr að baki viðurkenningunni.

Úr rökstuðningi með tilnefningunni:

Rósa, Una og Vincent framkvæma það sem aðrir hafa ekki hugarflug til. Þau tóku við yfirgefnu húsi sem var minnisvarði brostinna forsendna landvinnslu í sjávarútvegi og blésu í það nýju lífi. Þau hafa haft það að leiðarljósi að búa til vettvang þar sem samvinna og þekkingarmiðlun á milli skapandi greina getur átt sér stað með tilheyrandi nýsköpun og fjölgun atvinnutækifæra. Á þeim árum frá því  uppbyggingin fór af stað hefur húsið tekið stakkaskiptum og iðar það nú af lífi allan ársins hring. Alla tíð hefur samfélags- og samvinnuhugsunin legið að baki verkefnum Sköpunarmiðstöðvarinnar og hafa íbúar Stöðvarfjarðar sem og annarra samfélaga notið þess að taka þátt í ýmsum verkefnum sem sprottið hafa upp úr þessum skapandi jarðvegi sem þríeykið hefur náð að mynda. Óeigingjarnt starf þeirra er öðrum innblástur og hvatning og ómetanleg fyrir samfélagið.

Við óskum Rósu, Unu og Vincent innilega til hamingju með Landstólpann.


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389