Fréttir
Samanburður fasteignagjalda heimila árið 2018
Byggðastofnun hefur nú í ár líkt og undanfarin ár, fengið Þjóðskrá Íslands til að reikna út fasteignamat og fasteignagjöld á sömu viðmiðunarfasteigninni á 26 þéttbýlisstöðum á landinu. Eru nú til árleg og sambærileg gögn frá árinu 2010 til ársins 2018. Sjá má staðsetningar þessara þéttbýlisstaða hér á meðfylgjandi mynd.
Fasteignagjöldin eru reiknuð út samkvæmt núgildandi fasteignamati sem gildir frá 31. desember 2017 og samkvæmt álagningarreglum ársins 2018 eins og þær eru í hverju sveitarfélagi.
Heildarmat, sem er samanlagt verðmat fasteignar og lóðar, er mjög mismunandi eftir því hvar á landinu er. Til að mynda er heildarmat nú á viðmiðunarsvæðum í Reykjavík frá 46 m.kr. upp í 99 m.kr. Lægsta heildarmat undanfarin ár hefur verið ýmist á Patreksfirði, Vopnafirði eða Bolungarvík. Matið á Vopnafirði er nú 16,95 m.kr. en var 15,2 m.kr. í fyrra og á Patreksfirði er það nú 16,05 m.kr. en var 14,5 m.kr. Er Bolungarvík nú annað árið í röð með lægsta heildarmatið 14,5 m.kr. en í fyrra var matið þar 14,45 m.kr.
Af þeim þéttbýlisstöðum sem skoðaðir voru, utan höfuðborgarsvæðisins, er matið hæst á Akureyri 42,15 m.kr. Matið þar hefur hækkað um 12,4% á milli ára en það var 37,5 m.kr. árið áður. Heildarmat hækkaði mest á Húsavík á milli áranna 2017 – 2018 eða um 43%, úr 22 m.kr. í rúmar 31 m.kr. Þá hækkaði matið í Grindavík um 19,3%, fór úr rúmum 25 m.kr. í rúmar 30 m.kr. Lægsta heildarmatið er í Bolungarvík, 65 þ.kr. lægra en það er á Patreksfirði og 295 þ.kr. lægra en á Seyðisfirði. Í Bolungarvík hækkaði matið um 0,3% á milli ára. Það var aðeins á Hólmavík þar sem matið lækkaði á milli ára, um 2,9%, úr 16,73 m.kr. í 16,25 m.kr.
Mesta hækkun fasteignagjalda á milli ára var á Höfn um 15,1% eða 46 þ.kr. Þar á eftir er Sauðárkrókur með 14% hækkun eða 43 þ.kr. Gjöldin lækka á Akranesi um 8,21% eða um 25 þ.kr. en á Hólmavík standa gjöldin nánast í stað á milli ára. Í Keflavik hækka gjöldin um rúmar 2 þ.kr.
Skýrslan hefur verið uppfærð frá því að fréttin birtist fyrst.
Fréttasafn
- 2025
- janúar
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember