Fréttir
Samanburður á orkukostnaði heimila 2018
Líkt og undanfarin ár, hefur Byggðastofnun fengið Orkustofnun til að reikna út kostnað á ársgrundvelli við raforkunotkun og húshitun, á sömu fasteigninni á nokkrum þéttbýlisstöðum og nokkrum stöðum í dreifbýli. Viðmiðunareignin er einbýlishús, 140 m2 að grunnfleti og 350m3. Þá er miðað er við 4.500 kWst í almennri rafmagns notkun og 28.400 kWst við húshitun. Árlegir útreikningar eru nú til frá árinu 2013.
Við útreikninga þessa er almenn rafmagns notkun og fastagjald tekið saman annarsvegar og hitunarkostnaður hinsvegar. Gjöldin eru reiknuð út samkvæmt gjaldskrá þann 1. september 2018 en til samanburðar eru gjöld frá sama tíma árin 2017 og 2016. Miðað er við sömu staði og fyrri ár auk þess að nú hefur Mosfellsbæ og Hafnarfirði verið bætt inn. Á Höfuðborgarsvæðinu eru sömu gjöld fyrir Reykjavík, Kópavog og Garðabæ þar sem Veitur ohf. eru með sérleyfi fyrir flutning og dreifingu á rafmagni sem og til reksturs hitaveitu. Það sem er frábrugðið í Hafnarfirði er að HS Veitur eru með sérleyfið fyrir flutning og dreifingu á rafmagni en í Mosfellsbæ er Hitaveita Mosfellsbæjar með sérleyfið til reksturs hitaveitu.
Lægsta mögulega verð á raforku sem notendum stendur til boða á hverjum stað, með flutnings- og dreifingarkostnaði fæst á Akranesi, í Mosfellsbæ, á Seltjarnarnesi og í Reykjavík, um 79 þúsund krónur. Í dreifbýli hjá Orkubúi Vestfjarða er lægsta mögulega verð 53% hærra, eða 120 þúsund krónur.
Þegar kemur að húshitunarkostnaði er munurinn öllu meiri. Fyrir ári síðan var lægsta mögulega verð hæst á orkuveitusvæði RARIK í dreifbýli, hjá Orkubúi Vestfjarða í dreifbýli, á Hólmavík, í Grundarfirði, á Neskaupstað, á Reyðarfirði og í Vopnafjarðarhreppi kr. 191.666. Hefur sá kostnaður hækkað um tæp 2% og er nú kr. 195.134.
Ef horft er til lægsta mögulegaverðs heildarorkukostnaðar þá er hann, líkt undanfarin ár, hæstur í dreifbýli á orkuveitusvæði Orkubús Vestfjarða nú kr. 315.179 eða 1,5% hærri en árið 2017. Miðað við þá staði sem nú er horft til er heildarorkukostnaðurinn lægstur á Seltjarnarnesi kr. 138.557. Hæsta verð í þéttbýli er því 107% hærra en það lægsta.
Nánari upplýsingar og myndir má sjá í meðfylgjandi skýrslu.
Hafa ber í huga að á nokkrum stöðum er veittur afsláttur af gjaldaskár hitaveitu þar sem ekki er hægt að tryggja lágmarkshita vatns til notanda. Útreikningarnir miðast við upplýsingar um hitastig sem hitaveiturnar skila inn til Orkustofnunar, gjaldskrár dreifiveitna, orkusölufyrirtækja og hitaveitna. Einnig eru öll verð með sköttum og öðrum gjöldum.
Fréttasafn
- 2025
- janúar
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember