Fréttir
Hvar eru ríkisstörfin?
Byggðastofnun hefur frá áramótum 2013/2014 gert árlega könnun á staðsetningu starfa á vegum ríkisins. Með störfum á vegum ríkisins er átt við stöðugildi greidd af Fjársýslunni, stöðugildi hjá opinberum hlutafélögum og stofnunum og stöðugildi hjá stofnunum sem hafa meirihluta rekstrartekna sinna af fjárlögum. Miðað er við hvar störfin eru unnin, en ekki búsetu starfsmanna.
Fyrir liggja nú tölur um fjölda stöðugilda við áramót 2019/2020. Stöðugildin voru 24.980 þann 31. desember 2019, þar af voru 15.716 skipuð af konum og 9.263 af körlum. Á árinu 2019 fjölgaði stöðugildum um 199 á landsvísu eða 0,8%. Mest fækkun stöðugilda var hjá ISAVIA og Íslandspósti, en mest fjölgun hjá Háskóla Íslands og Landspítala.
Frekari upplýsingar og fyrirvari
Frekari tölulegar upplýsingar svo sem skiptingu niður á landshluta má sjá í nýútkominni skýrslu.
Excel skrá með fjölda stöðugilda og skiptingu niður á landshluta og sveitarfélög frá árinu 2014 er að finna neðst á þessari síðu.
Mikið er lagt upp með að hafa gögnin sambærileg á milli ára. Því fer gagnaöflun fram með skipulögðum hætti og drjúgum tíma er varið í að rýna gögnin. Þó ber þess að geta að enn gætu leynst villur í gögnunum og fögnum við öllum ábendingum um það sem betur má fara. Tölur eru leiðréttar fyrir öll árin ef tilefni er til.
Frekari upplýsingar veitir Þorkell Stefánsson, sérfræðingur á þróunarsviði í síma 455-5400 eða í tölvupósti, thorkell@byggdastofnun.is
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember