Fara í efni  

Fréttir

Ráðstefna um þátttöku í evrópsku samstarfi um rannsóknir og stefnu í byggðaþróun

Byggðastofnun gengst fyrir ráðstefnu um þátttöku Íslendinga í samstarfi um rannsóknir og stefnumótun í byggðaþróun í Háskólanum í Reykjavík 12. mars nk. Ráðstefnan er kynning á ESPON áætlun ESB um byggðarannsóknir þar sem Ísland tekur þátt ásamt Noregi, Sviss og Liechtenstein auk allra aðildarlanda ESB. Forstöðumaður ESPON, Peter Mehlbye, flytur meginerindi ráðstefnunnar um ESPON, gerð, starfsemi og starfshætti og svarar fyrirspurnum. 


Að auki flytja erindi starfsmenn ráðuneyta og stjórnsýslu- og rannsóknastofnana sem sinna stefnumótun og áætlunum sem varða samfélag, land og landshluta ásamt fulltrúa sambands sveitarfélaga. Í erindum verður leitast við að lýsa þýðingu fjölþjóðlegs samstarfs á þessu sviði og þýðingu þess fyrir mótun stefnumiða og áætlana fyrir landshluta.

Áhersla á stefnumótun fyrir byggðaþróun sem byggist á raunsönnum upplýsingum og mati og samanburði milli svæða hefur vaxið víðast hvar síðustu ár samfara áherslunni á sjálfbæra þróun, nýsköpun og áætlanir fyrir stór byggðasvæði. Síðasta áratug hefur ESPON staðið fyrir fjölda rannsókna af þessu tagi sem unnar hafa verið í samstarfi háskóla og rannsóknastofnana víða um Evrópu. ESPON hefur mótað rannsóknasvið, auglýst eftir tilboðum í rannsóknavinnuna og styrkt verkefni á grunvelli slíkra útboða.

Hægt er að fræðast um ESPON á heimasíðu Byggðastofnunar, og nánar á heimasíðu ESPON

Ráðstefnustjóri verður Sveinn Þorgrímsson, skrifstofustjóri byggðamála í iðnaðarráðuneytinu. Dagskrá ráðstefnunnar má sjáhér . Unnt er að skrá þátttöku á ráðstefnuna til kvölds miðvikudagsins 8. mars nk. með orðsendingu á byggdastofnun@byggdastofnun.is  þar sem fram komi nafn og netfang þátttakanda og heiti fyrirtækis eða stofnunar.


Til baka

Fréttasafn

2025
janúar
2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389