Fréttir
Bilið milli raforkuverðs til íbúa þéttbýlis og dreifbýlis minnkaði
Eins og undanfarin ár hefur Byggðastofnun fengið Orkustofnun til að reikna út kostnað á ársgrundvelli, við raforkunotkun og húshitun á sömu fasteigninni, á nokkrum þéttbýlisstöðum og í dreifbýli. Viðmiðunareignin er einbýlishús, 140 m² að grunnfleti og 350 m³. Almenn raforkunotkun er sú raforka sem er notuð í annað en að hita upp húsnæði, s.s. ljós og heimilistæki, en miðað er við 4.500 kWst í almennri rafmagnsnotkun og 28.400 kWst við húshitun án varmadælu og 14.200 kWst með varmadælu.
Nú er komin út skýrsla um orkukostnað heimila m.v. gjaldskrár 1. september 2021. Auk staðanna sem miðað hefur verið við síðustu ár bættust 22 nýir staðir við greininguna í fyrra og 32 til viðbótar í þetta sinn. Nú eru því alls 92 byggðakjarnar í greiningunni og ná tölur fyrir þá alla aftur til 2014. Samhliða skýrslunni kemur jafnframt út uppfært mælaborð þar sem hægt er að skoða orkukostnað í byggðakjörnum á korti og súluritum.
Raforka
Lægsta mögulega verð fyrir viðmiðunareignina, með flutnings- og dreifingarkostnaði, fæst hjá Veitum: Í Reykjavík, í Kópavogi og austurhluta Garðabæjar, á Seltjarnarnesi, í Mosfellsbæ, á Kjalarnesi og á Akranesi, um 78 þ.kr. Hæsta gjald í skilgreindu þéttbýli er um 92 þ.kr. hjá Orkubúi Vestfjarða en raforkuverð eru nokkuð hærri í skilgreindu dreifbýli, eða 103-104 þ.kr. fyrir viðmiðunareign. Árið 2020 var lægsta mögulega verð í dreifbýli 53% hærra en lægsta mögulega verð í þéttbýli en árið 2021 hafði bilið lækkað niður í 32% vegna aukins dreifbýlisframlags.
Húshitun
Munurinn á húshitunarkostnaði milli svæða er mun meiri en á raforkuverði. Lægsta verð fyrir húshitun með rafmagni hefur lækkað talsvert undanfarin ár, m.a. vegna niðurgreiðslna á dreifi- og flutningskostnaði, og mikil lækkun varð árið 2021 með aukinni samkeppni á raforkusölumarkaði. Lægsti húshitunarkostnaður fyrir viðmiðunareign er á Flúðum um 68 þ.kr. og þar næst í Brautarholti á Skeiðum og á Seltjarnarnesi um 75 þ.kr. Á þessum stöðum er lægsti húshitunarkostnaður um þriðjungur af kostnaðinum þar sem hann er hæstur.
Heildarorkukostnaður
Heildarorkukostnaður er áfram lægstur á Seltjarnarnesi, á Flúðum og í Mosfellsbæ en heildarkostnaður er hæstur í Grímsey þar sem rafmagn er framleitt og hús kynt með olíu. Næst hæsti heildarorkukostnaðurinn er í Nesjahverfi í Hornafirði, sem er skilgreint sem dreifbýli hvað raforku varðar og ný hitaveita var nýlega tekin í gagnið, en þar næst á Ísafirði, í Bolungarvík, á Patreksfirði og á Flateyri þar sem eru kyntar hitaveitur.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember