Fréttir
Nýr starfsmaður á þróunarsviði
Magnús Freyr Sigurkarlsson jarðfræðingur hefur verið ráðinn í tímabundna stöðu sérfræðings á sviði loftslagsmála á þróunarsviði Byggðastofnunar en alls sóttu 17 um stöðuna.
Magnús Freyr er með BSc og MSc gráðu í jarðfræði frá Háskóla Íslands þar sem megin viðfangsefnin voru mælingar og kortlagningar á framhlaupsjöklum. Magnús starfaði áður sem náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Ísland og sem sérfræðingur Umhverfisstofnunar með yfirumsjón yfir náttúruverndarsvæðum á Suðurlandi. Magnús býr yfir yfirgripsmikilli þekkingu á náttúruvá, náttúruvernd og jarðfræði Íslands, sem og reynslu í samskiptum við ríki, sveitarfélög, landeigendur og aðra er kemur að stefnumótun innan þessara málaflokka. Hann hefur í gegnum fyrri störf kynnst þeirri ríku áherslu sem lögð er á aðgerðir er snúa að aðlögun að áhrifum loftslagsbreytinga, endurheimt vistkerfa, markmiðum um kolefnishlutleysi og hringrásarhagkerfi.
Verkefnið sem um ræðir er til tveggja ára og er samstarfsverkefni umhverfis, -orku og loftslagsráðuneytis, Byggðastofnunar, Veðurstofu Íslands og Skipulagsstofnunar og verður einnig unnið í nánu samstarfi við aðrar stofnanir og hagaðila. Markmið verkefnisins er að skapa skýran farveg og ferla fyrir íslensk sveitarfélög þegar kemur að mótun aðlögunaraðgerða vegna áhrifa loftslagsbreytinga. Afurðir verkefnisins muni þannig aðstoða íslensk sveitarfélög til að hámarka aðlögunargetu sína, grípa til aðgerða og lágmarka um leið efnahagslegt tjón og neikvæð áhrif loftslagsbreytinga á íslenskar byggðir, atvinnuvegi, innviði, samfélög og byggðaþróun.
Fimm íslensk sveitarfélög taka þátt í verkefninu sem hvert um sig er að takast á við ólíkar áskoranir vegna loftslagsáhrifa, s.s. vegna þurrka, aukinnar úrkomuákefðar, hopun jökla, aukins ágangs sjávar og ofsaveðurs. Sveitarfélögin sem um ræðir eru Akureyrarbær, Fjallabyggð, Sveitarfélagið Hornafjörður, Reykhólahreppur og Reykjanesbær.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember