Fara í efni  

Fréttir

Ný vinnuáætlun ESPON kallar eftir tillögum að greiningum á sviði byggðamála

Ný vinnuáætlun ESPON kallar eftir tillögum að greiningum á sviði byggðamála
ESPON 2030

ESPON er ein af áætlunum ESB um milliríkjasamstarf og er m.a. samkeppnissjóður fyrir byggðarannsóknir í Evrópu. Öll lönd ESB eiga aðild að ESPON auk Noregs, Sviss, Liechtenstein og Íslands. ESPON, sem stendur fyrir European Territorial Observatory Network, hefur sett af stað nýja starfsáætlun sem gengur undir nafninu ESPON 2030. Einkunnarorð ESPON eru „Inspire Policy Making with Territorial Evidence“ þ.e. að stefnumótun byggi á staðbundnum staðreyndum. Þess vegna leggur nýja áætlunin mikla áherslu á að brúa bilið á milli byggðarannsókna og stefnumótunar og að búa til aðgengilegar rannsóknaniðurstöður, gögn og kort sem uppfylla raunverulegar þarfir stjórnvalda og annarra aðila innan opinberrar stjórnsýslu og undirbyggja þannig stefnumótun um alla Evrópu.

ESPON hefur opnað fyrir umsóknir um svokallaðar markvissar greiningar (e. targeted analysis). Slíkar greiningar hafa verið gerðar hjá ESPON síðan 2007 og er ætlað að styðja við byggðaþróun á mismunandi stjórnstigum, allt frá sveitarstjórnarstigi til sameiginlegra verkefna og stefnumótunar Evrópusambandsins. Markmiðið er að leiða saman aðila frá mismunandi löndum og/eða svæðum sem eiga við sambærilegar áskoranir að etja og styðja þá í leit að lausnum, samstarfi, fjármögnun greininga og aðgengi að rannsóknaraðilum. Sérstaklega er nefnt að stjórnvöld á einstökum svæðum standi oft í þeirri meiningu að þær áskoranir sem þau standi frammi fyrir á sviði byggðamála séu einstakar og að ekki sé hægt að draga lærdóm af reynslu annarra. Til að leiðrétta þetta býður ESPON stjórnvöld á öllum stigum stjórnsýslu stuðning til þess að leita sameiginlegra lausna og bæta aðgengi að gögnum sem draga má lærdóm af. ESPON mun velja og fjármagna greiningar sem miða að því að leita lausna á umræddum áskorunum í byggðamálum og leiða aðila saman þvert á landamæri.

Hagaðilar um alla Evrópu, þar á meðal fulltrúar ríkis, félagasamtaka og sveitarfélaga, eru nú hvattir til þess að senda inn tillögur að viðfangsefnum og/eða áskorunum í byggðamálum. Gæta þarf þess að umrætt viðfangsefni falli innan einhverra af þeim fjórum meginþemum sem skilgreind hafa verið til þessa innan ESPON 2030, en þau eru:

  • Kolefnishlutlaus svæði (e. Climate neutral territories)
  • Stjórnun þvert á stjórnsýslumörk (e. Governance of new geographies)
  • Hagsmunir allra íbúa og staða (e. Perspectives of all people and places)
  • Seigla svæða gagnvart áföllum (e. Places resilient to crises)

Óski hagaðilar eftir greiningu og fjármögnun hennar eða samstarfi til greiningar á tiltekinni áskorun þarf að fylla út rafræna umsókn á heimasíðu ESPON. Þar er áskorunin útskýrð á skilmerkilegan hátt, forsendur skilgreindar og samstarfsaðilum lýst, séu þeir til staðar. Í umsókninni þarf að taka tillit til þeirra þarfa er um ræðir, sem og hins staðbundna samhengis. Ganga þarf úr skugga að umrædd greining og aðferðafræði hennar sé framkvæmanleg og að nauðsynleg gögn til greiningarinnar séu aðgengileg. Í umsókninni þarf einnig að færa rök fyrir því hvernig niðurstöðurnar verði nýttar og tilgreina þau áhrif sem niðurstöðurnar geta haft fyrir umrædd svæði, sem og önnur lönd, svæði eða borgir í Evrópu.

Hægt er að senda slíkar tillögur inn hvenær sem er og eru umsóknir metnar tvisvar á ári. Umsóknafrestur fyrir fyrstu umferð er 24. febrúar nk. Fáist umsókn ekki samþykkt, má nýta endurgjöfina frá ESPON til þess að bæta umsóknina og senda hana inn að nýju.

Allar frekari upplýsingar og aðstoð við umsóknarferlið má nálgast á heimasíðu ESPON hér.


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389