Fara í efni  

Fréttir

NORA styrkir tíu verkefni

Á ársfundi sínum sem haldinn var á Flúðum þann 6. júní s.l. samþykkti Norræna Atlantssamstarfið, NORA, að styrkja tíu verkefni. Íslendingar taka þátt í sjö þeirra. Alls er varið 2,3 milljónum danskra króna í þessa styrki.

Verkefnin sem hlutu styrk eru eftirfarandi:

 Flekksteinbit. Denvo Wolffish Iceland ehf. leiðir þetta verkefni. Verkefnið fjallar um veiðar á hlýra með eldi í huga.  Löng hefð er fyrir veiðum á hlýra í Noregi og hefur líka lengi verið reynt að ala hann.

 Taste of the Nordic Showcase. ArktiskMat tengist árlegum viðburði, sem rekja má til ársins 2012. Halda á ráðstefnu þar sem matreiðslunemar af öllu svæðinu vinna saman og deila þekkingu, elda mat úr staðbundnu hráefni og bjóða gestum og gangandi að smakka. Íslenskur þátttakandi: Matreiðsluskólinn í Kópavogi (MK).

 ICE Atlantic Youth Community. Verkefnið snýst um að miðla frumkvöðlahugsun til ungs fólks, deila hugmyndum, þekkingu bæði gegnum netið og með því að hittast. Með því á að skapa vettvang fyrir frumkvöðlastarfsemi ungs fólks. Íslenskur þátttakandi: Ungmennafélag Íslands.

 Sustainable Packaging Solution. Innleiða á umhverfisvænni umbúðir og minnka þannig sorp. Gefin verður út skýrsla til leiðbeiningar fyrir fyrirtæki. Ísland er ekki með í þessu verkefni.

 Sustainable Business Accelerator. Gera á kennsluefni í sjálfbærni milli þátttökulandanna. Auka á hæfni atvinnulífs og jákvætt framlag í minnkun kolefnisútblásturs. Ísland er ekki enn þátttakandi í verkefninu en stefnt er að íslenskri þátttöku.

 SEAMASK III, framhaldsverkefni. Vinna skal með niðurstöður úr fyrra verkefni sem m.a. snerist um að hanna andlitsgrímur úr fiskroði, lambskinni og selskinni. Í þessu verkefni á að markaðssetja grímurnar. Íslenskir þátttakendur: Madara Sudare, Mindaugas Andrijauskas og Hjörleifur Sveinbjörnsson.

 Trendy Cod, framhaldsverkefni. Snýst um framleiðslu tilbúinna matvæla úr hefðbundnum saltfiski og þurrkuðum fiski. Íslenskir þátttakendur: Matís, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Klúbbur matreiðslumeistara/Keilir og MK og Grímur kokkur.

 Arktisk natur og ungdom, framhaldsverkefni. Háskólinn á Hólum leiðir verkefnið. Koma skal á fót umhverfisverkefnum sem ungt fólk leiðir. Áhersla er lögð á loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á líf á heimskautasvæðinu. Safna á heimildum eða gögnum fyrir rannsókn á þessu efni og einnig hugsað til kennslu um viðfangsefnið. Aðrir íslenskir þátttakendur: Selasetrið og Náttúruminjasafn Íslands.

 Destilleriturisme, forverkefni. Snýst um framleiðslu á brenndum vínum og hvernig megi tengja við ferðaþjónustu. Ísland er ekki með í þessu verkefni.

 North Atlantic Future with Marine Mammals, forverkefni á vegum Nammco. Markmiðið er að upplýsa ungt fólk um mikilvægi sel- og hvalveiða fyrir samfélög á norðurslóðum, með gerð fræðsluefnis.

 

Næsti umsóknarfrestur er mánudagurinn 1. október 2023, til miðnættis. Nánar má kynna sér umsóknarferlið á slóðinni https://nora.fo/guide-til-projektstotte

Opnað verður fyrir umsóknir í lok ágúst. Um svipað leyti verður einnig boðið upp á fræðslu gegnum netið, í svokölluðu webinar.


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389