Fréttir
NORA styrkir tíu verkefni
Á ársfundi sínum sem haldinn var á Flúðum þann 6. júní s.l. samþykkti Norræna Atlantssamstarfið, NORA, að styrkja tíu verkefni. Íslendingar taka þátt í sjö þeirra. Alls er varið 2,3 milljónum danskra króna í þessa styrki.
Verkefnin sem hlutu styrk eru eftirfarandi:
Flekksteinbit. Denvo Wolffish Iceland ehf. leiðir þetta verkefni. Verkefnið fjallar um veiðar á hlýra með eldi í huga. Löng hefð er fyrir veiðum á hlýra í Noregi og hefur líka lengi verið reynt að ala hann.
Taste of the Nordic Showcase. ArktiskMat tengist árlegum viðburði, sem rekja má til ársins 2012. Halda á ráðstefnu þar sem matreiðslunemar af öllu svæðinu vinna saman og deila þekkingu, elda mat úr staðbundnu hráefni og bjóða gestum og gangandi að smakka. Íslenskur þátttakandi: Matreiðsluskólinn í Kópavogi (MK).
ICE Atlantic Youth Community. Verkefnið snýst um að miðla frumkvöðlahugsun til ungs fólks, deila hugmyndum, þekkingu bæði gegnum netið og með því að hittast. Með því á að skapa vettvang fyrir frumkvöðlastarfsemi ungs fólks. Íslenskur þátttakandi: Ungmennafélag Íslands.
Sustainable Packaging Solution. Innleiða á umhverfisvænni umbúðir og minnka þannig sorp. Gefin verður út skýrsla til leiðbeiningar fyrir fyrirtæki. Ísland er ekki með í þessu verkefni.
Sustainable Business Accelerator. Gera á kennsluefni í sjálfbærni milli þátttökulandanna. Auka á hæfni atvinnulífs og jákvætt framlag í minnkun kolefnisútblásturs. Ísland er ekki enn þátttakandi í verkefninu en stefnt er að íslenskri þátttöku.
SEAMASK III, framhaldsverkefni. Vinna skal með niðurstöður úr fyrra verkefni sem m.a. snerist um að hanna andlitsgrímur úr fiskroði, lambskinni og selskinni. Í þessu verkefni á að markaðssetja grímurnar. Íslenskir þátttakendur: Madara Sudare, Mindaugas Andrijauskas og Hjörleifur Sveinbjörnsson.
Trendy Cod, framhaldsverkefni. Snýst um framleiðslu tilbúinna matvæla úr hefðbundnum saltfiski og þurrkuðum fiski. Íslenskir þátttakendur: Matís, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Klúbbur matreiðslumeistara/Keilir og MK og Grímur kokkur.
Arktisk natur og ungdom, framhaldsverkefni. Háskólinn á Hólum leiðir verkefnið. Koma skal á fót umhverfisverkefnum sem ungt fólk leiðir. Áhersla er lögð á loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á líf á heimskautasvæðinu. Safna á heimildum eða gögnum fyrir rannsókn á þessu efni og einnig hugsað til kennslu um viðfangsefnið. Aðrir íslenskir þátttakendur: Selasetrið og Náttúruminjasafn Íslands.
Destilleriturisme, forverkefni. Snýst um framleiðslu á brenndum vínum og hvernig megi tengja við ferðaþjónustu. Ísland er ekki með í þessu verkefni.
North Atlantic Future with Marine Mammals, forverkefni á vegum Nammco. Markmiðið er að upplýsa ungt fólk um mikilvægi sel- og hvalveiða fyrir samfélög á norðurslóðum, með gerð fræðsluefnis.
Næsti umsóknarfrestur er mánudagurinn 1. október 2023, til miðnættis. Nánar má kynna sér umsóknarferlið á slóðinni https://nora.fo/guide-til-projektstotte
Opnað verður fyrir umsóknir í lok ágúst. Um svipað leyti verður einnig boðið upp á fræðslu gegnum netið, í svokölluðu webinar.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember