Fara í efni  

Fréttir

Nefnd um málefni Stranda hefur tekið til starfa

Nefnd um málefni Stranda hefur tekið til starfa
mynd: Anna Lilja Pétursdóttir

Forsætisráðherra hefur stofnað nefnd um málefni Stranda sem tekið hefur til starfa. Markmið með skipan nefndarinnar er að skapa vaxtarskilyrði fyrir samfélag og atvinnulíf með sjálfbærni að leiðarljósi. Nefndin skal gera tillögur um hvernig megi efla byggðaþróun á svæðinu, m.a. með tilliti til fjárfestinga, atvinnuframboðs og atvinnutækifæra í Árneshreppi, Kaldrananeshreppi og Strandabyggð. Skila á forsætisráðherra tillögum eigi síðar en 1. júlí nk.

Nefndin telur samráð við íbúa og aðila svæðisins afar mikilvægt og leitar því til þeirra sem vilja koma hugmyndum sínum og ábendingum á framfæri. Í fyrstu er óskað eftir því að þau sem vilja koma ábendingum eða hugmyndum til nefndarinnar sendi þær í tölvupósti á netfangið for@for.is.

Þá er stefnt að frekara samtali og samráði við íbúa þegar fyrstu drög að tillögum nefndarinnar liggja fyrir og verður það auglýst nánar síðar.

Nefnd um málefni Stranda er skipuð fulltrúum forsætisráðuneytis, innviðaráðuneytis, fulltrúum sveitarfélaganna þriggja, Byggðastofnunar og Fjórðungssambandi Vestfjarða.


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389