Fréttir
Mjög vel sótt Byggðaráðstefna í Reykjanesbæ
Vel á sjötta hundrað manns fylgdust með streymi frá byggðaráðstefnunni sem fram fór í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ um búsetufrelsi síðasta fimmtudag og á annað hundrað sátu ráðstefnuna.
Það voru Byggðastofnun, Samband íslenskra sveitarfélaga, Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum og Reykjanesbær sem stóðu að ráðstefnunni.
Góður rómur var gerður af erindum sem þarna voru flutt um búsetufrelsi, byggðafestu, búferlaflutninga, aðgang að fjarnámi á háskólastigi, óstaðbundin störf, reglur um skráningar lögheimilis og lýðfræðilegar áskoranir sveitarfélaga svo nokkur séu nefnd.
Að loknu ávarpi Arnars Más Elíassonar forstjóra Byggðastofnunar flutti Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra erindi.
Þóroddur Bjarnason prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, rannsóknarprófessor í byggðafræði við Háskólann á Akureyri og ritstjóri bókarinnar Byggðafesta og búferlaflutningar á Íslandi fór yfir vinnu við ritið.
Unnur Dís Skaptadóttir prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands fjallaði um byggðafestu innflytjenda.
Gréta Bergrún Jóhannesdóttir kynjafræðingur og doktorsnemi við Háskólann á Akureyri flutti erindið Saga til næsta bæjar - búferlaflutningar og slúður.
Anna Gunnhildur Ólafsdóttir sérfræðingur í innviðaráðuneytinu flutti erindið Hvað er búsetufrelsi?
Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanesbæjar ræddi lýðfræðilegar áskoranir Reykjanesbæjar. Guðmundur Gunnarsson fundarstjóri ræðir málin við hann.
Iða Marsibil Jónsdóttir sveitarstjóri Grímsnes- og Grafningshrepps og formaður starfshóps um skráningu ótilgreint í hús sem skipaður var af innviðaráðherra. Iða flutti erindið Má ég þá búa hvar sem er?
Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir, framkvæmdarstjóri Vestfjarðastofu flutti erindið Óstaðbundið starf - Brussel eða Bolungarvík?
Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður Framsóknar flutti erindið Fjarnám og jafnrétti til náms? - hvað get ég lært?
Pallborðsumræður fulltrúa háskólanna
Dr. Anna Karlsdóttir fyrrum Senior Research Fellow Nordregio, núverandi vísindamaður við Háskóla Íslands ,land- og ferðamálafræði flutti hugleiðingar um búsetufrelsi og endurheimt útnárans
Dr. Bjarki Þór Grönfeldt, Rannsóknarsetri í byggða- og sveitarstjórnarmálum, Háskólanum á Bifröst og erindið Félagssálfræði jákvæðs byggðabrags: Eru sveitarfélög hluti af sjálfsmynd Íslendinga?
Arnar Þór Sævarsson framkvæmdarstjóri Sambands íslenskra sveitarfélaga sleit ráðstefnunni.
Byggðaráðstefnur hafa verið haldnar á tveggja ára fresti þar sem helstu sérfræðingar í málaflokknum eru fengnir á einn stað til að miðla nýjasta fróðleik um það sem snýr að byggðarannsóknum.
“Hlutverk Byggðastofnunar er að efla byggð og atvinnulíf með sérstakri áherslu á jöfnun tækifæra allra landsmanna til atvinnu og búsetu. Í samræmi við hlutverk sitt undirbýr, skipuleggur og fjármagnar stofnunin verkefni og veitir lán með það að markmiði að treysta byggð, efla atvinnu og stuðla að nýsköpun í atvinnulífi. Fjármögnun verkefna skal eftir föngum vera í samstarfi við aðra. Stofnunin skipuleggur og vinnur að atvinnuráðgjöf í samstarfi við atvinnuþróunarfélög, sveitarfélög og aðra haghafa. Byggðastofnun fylgist með þróun byggðar í landinu, m.a. með gagnasöfnun og rannsóknum. Stofnunin getur gert eða látið gera áætlanir um þróun byggðar og atvinnulífs í þeim tilgangi að treysta búsetu og atvinnu í byggðum landsins."
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember