Fréttir
Mikil fjölgun stöðugilda milli ára
Byggðastofnun hefur frá áramótum 2013/2014 gert árlega könnun á staðsetningu starfa á vegum ríkisins. Með störfum á vegum ríkisins er átt við stöðugildi greidd af Fjársýslunni, stöðugildi hjá opinberum hlutafélögum og stofnunum og stöðugildi hjá stofnunum sem hafa meirihluta rekstrartekna sinna af fjárlögum. Miðað er við hvar störfin eru unnin, en ekki búsetu starfsfólks.
Fyrir liggja nú tölur um fjölda stöðugilda við áramót 2021/2022 og eru þær birtar í skýrslunni Hvar eru ríkisstörfin 31.12.2021? Einnig hefur mælaborð þar sem hægt er að skoða fjölda stöðugilda eftir landshlutum, sveitarfélögum og málaflokkum ráðuneyta verið uppfært með nýjustu gögnum.
Helstu niðurstöður
Stöðugildi á vegum ríkisins voru 26.610 þann 31. desember 2021, þar af voru 17.100 (64%) skipuð af konum og 9.511 (36%) af körlum. Á árinu 2021 fjölgaði stöðugildum um 1.328 á landsvísu eða 5,3%. Þetta er mesta fjölgun milli ára frá því Byggðastofnun hóf að greina fjölda ríkisstarfa. Mest fjölgun stöðugilda var hjá Landspítala, ISAVIA, Háskóla Íslands, Heilbrigðisstofnun Suðurlands og Sjúkrahúsinu á Akureyri.
Flest stöðugildi á vegum ríkisins eru staðsett á höfuðborgarsvæðinu, enda er meirihluti landsmanna búsettur þar. Hins vegar er hlutfall stöðugilda á höfuðborgarsvæðinu (72%) hærra en hlutfall landsmanna sem þar býr (64%). Þetta á ekki við um neinn annan landshluta.
Stöðugildi á vegum ríkisins samsvara 11,8% af fjölda íbúa höfuðborgarsvæðisins á vinnualdri (15-64 ára) og 11,6% af íbúum Norðurlands vestra, þar sem hlutfallið er næst hæst. Á Norðurlandi eystra samsvara stöðugildi á vegum ríkisins um 11% af íbúafjölda á vinnualdri og á Vestfjörðum um 10%. Lægsta hlutfall stöðugilda af íbúafjölda á vinnualdri er á Suðurnesjum 6,6% og næst lægst á Suðurlandi 7,3%.
Stöðugildum kvenna fjölgaði um 917 (5,7%) árið 2021 en stöðugildum karla fjölgaði um 411 (4,5%). Mest fjölgun stöðugilda karla var hjá ISAVIA og einnig var nokkur fjölgun þeirra hjá háskólum og Landspítala. Skýring á fjölgun stöðugilda kvenna tengist fyrst og fremst fjölgun á heilbrigðisstofnunum og hjúkrunar- og dvalarheimilum sem koma eflaust að talsverðu leyti til vegna áhrifa COVID-19. Auk þess var nokkur fjölgun stöðugilda kvenna hjá ISAVIA og háskólum.
Stöðugildum fækkaði um þrjú til fimm í tveimur sveitarfélögum, Hornafirði og Skeiða- og Gnúpverjahreppi, en fjölgaði um þrjú eða fleiri í 25 sveitarfélögum. Í hinum sveitarfélögunum 43 breyttist fjöldi stöðugilda minna. Mest fjölgun stöðugilda varð í Reykjavík (690 – m.a. vegna Landspítala, ISAVIA og háskólanna), í Garðabæ (176 – helst vegna flutninga höfuðstöðva Vegagerðarinnar) og á Akureyri (141 – m.a. vegna Sjúkrahússins á Akureyri og Háskólans á Akureyri).
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember