Fara í efni  

Fréttir

Konur efla atvinnulíf og skapa störf í landbyggðunum

Byggðastofnun hefur á síðustu tíu árum lánað um hálfan milljarð króna til 90 fyrirtækja sem eru í meirihlutaeigu kvenna í landsbyggðunum í gegnum sérstakan lánaflokk, “Lán til stuðnings atvinnureksturs kvenna”. 

Lánaflokkurinn var upphaflega settur á sem tilraun til að efla þátttöku kvenna að stofnun og rekstri fyrirtækja því fáar konur höfðu sótt um lán hjá stofnuninni. Í árslok 2014 samþykkti stjórn Byggðastofnunar að setja 200 m.kr. í þann lánaflokk og var ákveðið að tvöfalda þá upphæð í byrjun árs 2017 þar sem ásóknin var það mikil. Algengast er að sótt sé um smærri lán eða um 5 milljóna króna sem eru þá án trygginga. 

Lán til stuðnings atvinnureksturs kvenna hafa skapað fjölmörg störf í landsbyggðunum. Verkefnin eru fjölbreytt og má þar nefna lán til reksturs líkamsræktarstöðvar, saumastofa, verslana, ísgerðar, gestastofu, gistiheimila, gróðurhúsa, framleiðslu fæðubótarefna svo fátt eitt sé nefnt.

Lánin eru eingöngu veitt fyrirtækjum sem eru a.m.k. að þremur fjórðu hluta í eigu kvenna og undir stjórn kvenna. Krafa er um að verkefnin leiði til aukinnar atvinnusköpunar kvenna. Þar sem um er að ræða frumkvöðlalán verður félagið/reksturinn að hafa verið starfræktur skemur en fimm ár. Nánari upplýsingar um lánaflokkinn má finna hér

Við óskum konum til hamingju með kvenréttindadaginn og þann árangur sem þær hafa náð í að styðja við blómlegt atvinnulíf í landsbyggðunum.

Byggðastofnun er aðili að InvestEU ábyrgðakerfi Evrópska Fjárfestingasjóðsins (European Investment fund). Lán til atvinnureksturs kvenna njóta því bakábyrgðar sjóðsins og gerir þannig Byggðastofnun kleift að bjóða áfram þann lánaflokk til eflingar atvinnulífs í landsbyggðunum. 

 


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389