Fara í efni  

Fréttir

Jákvæð gerjun á Bíldudal

Jákvæð gerjun á Bíldudal
Frá íbúaþingi

Íbúar Bíldudals vinna nú að ýmsum framfaramálum í kjölfar íbúaþings sem haldið í september síðastliðnum.  Búið er að endurvekja skógræktarfélag og stofna handverkshóp og ýmislegt er á döfinni í ferðaþjónustu.  Þá munu Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppur í samstarfi við íþróttafélögin á svæðinu, ráða íþrótta- og æskulýðsfulltrúa.  Unnið er úr hugmyndum um endurbætur á tjaldsvæði í samstarfi Vesturbyggðar og áhugahóps og undirbúningur er hafinn vegna fjölgunar áningarstaða við þjóðveginn.  Í nýsköpunarkeppni AtVest á grundvelli sóknaráætlunar, kom fjórða sæti í hlut margmiðlunarverkefnis um Ævintýralandið Bíldalíu.

Brottfluttir Bílddælingar hafa um langt skeið tekið virkan þátt í framfaraverkefnum á Bíldudal og leggja þannig sínum gamla bæ lið.  Bæjarhátíðin Bíldudals grænar baunir hefur verið á könnu brottfluttra, en nú er unnið að stofnun félags og unnið úr hugmyndum íbúaþings um hátíðina.

Þetta var meðal þess sem kom fram á fjölmennum íbúafundi sem haldinn var 2. apríl sl., í tengslum við verkefnið „Bíldudalur – samtal um framtíðina“.  Á íbúafundinn mættu m.a. svæðisstjóri og deildarstjóri umsjónardeildar Vestursvæðis frá Vegagerðinni og gerðu grein fyrir forgangsröðun vegaframkvæmda og -viðhalds á svæðinu og tóku þátt í umræðum um samgöngumál. 

Verkefnið á Bíldudal er eitt af fjórum á vegum Byggðastofnunar undir heitinu „Brothættar byggðir“, þar sem unnið er að því að efla byggð með virkri þátttöku íbúa og samstarfi við stoðstofnanir.  Auk Byggðastofnunar standa Vesturbyggð, Fjórðungssamband Vestfirðinga og AtVest að verkefninu.  Fulltrúar þessara aðila skipa verkefnisstjórn ásamt einum fulltrúa íbúa.

Fulltrúar verkefnisstjórnar hafa fundað með þingmönnum kjördæmisins, til að koma skilaboðum íbúaþings á framfæri.  Verkefnisstjórnin mun nú starfa áfram í eitt ár og fylgja verkefnum eftir.  Þar má m.a. nefna þá hugmynd að gera fyrirtækjum á landsbyggðinni kleift að gefa starfsmönnum auka frídaga til að sækja þjónustu.  Í ljósi vaxandi samþjöppunar þjónustu á höfuðborgarsvæðinu, ekki síst heilbrigðisþjónustu, gæti þetta orðið mikilvægur þáttur í að bæta búsetuskilyrði.  Á fundinum kom m.a. fram að Fjórðungssamband Vestfirðinga er þátttakandi í norrænu verkefni, sem verið er að ýta úr vör.  Vinnuheiti þess er „Mannfjöldabreytingar og fólksfækkun – áhrif þess á efnahag og atvinnulíf“. Í haust verður haldið byggðaþing á Patreksfirði í samstarfi Háskólaseturs Vestfjarða og Byggðastofnunar og verður efni þess að hluta til tengt hinu norræna verkefni sem Fjórðungssambandið er aðili að. 

Á Bíldudal eru uppi áform um töluverða uppbyggingu tengda laxeldi sem hefur áhrif á viðfangsefnin sem við blasa, s.s. byggingu íbúðarhúsnæðis, skipulagsmál, umferðaröryggi og aðstöðu fyrir fyrirtæki.  Íbúar binda vonir við að af uppbyggingunni verði, en telja jafnframt mikilvægt að standa vörð um kosti þorpsins.  Það fjöregg er í höndum heimamanna og þeir vinna markvisst að því að þétta samfélagið.  Vesturbyggð mun á næstunni gefa íbúum kost á að koma að ákvörðun um hvernig tveimur milljónum af framkvæmdafé verður ráðstafað og haldin eru íbúakaffi reglulega sem þéttir samfélagið og skilar jákvæðri gerjun.


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389