Fara í efni  

Fréttir

Íslensk aðild að þremur nýjum NPP verkefnum

 Vorið 2002 gerðust Íslendingar aðilar að Norðurslóðaáætlun ESB NPP (Northern Periphery Programme). Áætlunin nær til  norðlægra svæða í Finnlandi, Svíþjóð, Noregi og Skotlandi, en einnig til Grænlands, Færeyja og Íslands. Meginmarkmið áætlunarinnar er að stuðla að eflingu atvinnu- og efnahagslífs svæða og byggða með svipaðar aðstæður, með samstarfsverkefnum yfir landamæri á milli einstaklinga, fyrirtækja og stofnana í þessum landshlutum. Reynt er að koma í veg fyrir að landamæri þjóðríkja sé hindrun í samstarfi og framþróun byggða og atvinnulífs með það að markmiði  að tækifæri og styrkleikar svæðanna fái notið sín sem best.

Áætlunin er rekin á svipuðum forsendum og rannsóknaráætlanir innan EES-samningsins, þar sem innsendar umsóknir keppa í gæðum um það fjármagn sem til ráðstöfunar er. Með aukinni alþjóðavæðingu er sífellt mikilvægara að vinna að alþjóðlegum verkefnum til að auka samkeppnishæfni byggða og atvinnulífs. Framlag íslenskra stjórnvalda til áætlunarinnar eru 25 milljónir á ári til ársins 2006. Heildarfjármagn áætlunarinnar er um 5 milljarðar íslenskra króna fyrir árin 2001–2006.  Einstök verkefni fá síðan stuðning, eftir mat sérfræðinga frá öllum aðildarlöndunum og er stuðningur háður a.m.k. 40% - 50% mótframlagi umsóknaraðila, þó að hámarki 70.000 Evrur hvað Íslensk verkefni varðar.

 

 

Úthlutun NPP í apríl 2004

Þann 23. apríl 2004 fundaði verkefnisstjórn NPP um 6 umsóknir sem borist höfðu um ný verkefni. Eitt af þeim verkefnum sem samþykkt var, nær einnig til Kanada, sem greiðir fyrir aðild sína að viðkomandi verkefni. Kanada er einnig aðili að öðru fyrra verkefni innan NPP sem og Rússland. Verkefnin innan NPP eru því sannanlega nokkuð alþjóðleg og skapa mikilvæg tengsl og þekkingu sem byggja á alþjóðlegri samvinnu og framtaki.

 

Í hlut Íslands nú komu þrjú ný verkefni, samtals að fjárhæð 312 milljónir króna,  Með þessum verkefnum sem og þeim 11 fyrri verkefnum sem Ísland tekur þátt í, er heildarfjármagn þeirra verkefna orðið um 1.230  milljónir króna.

 

Þann 23. apríl voru samþykkt þrjú ný verkefni með íslenskri þátttöku, en þau eru: 

 

·         NORCE (Northern Costal Experince).Verkefnið miðar að auknu samstarfi og samstarfsneti sjávarbyggða landa innan NPP, en Kanada (Nýfundnaland) er einnig aðili að verkefninu. Því má segja að verkefnið sé einskonar samstarfsverkefni landa við norðanvert Atlandshaf. Áhersla verður m.a. á að efla ferðamennsku með auknum upplýsingum til ákveðinna markhópa um margvíslegt efni, og efla menningarleg tengsl. Íslensku aðilarnir að verkefninu eru Atvinnuþróunarfélag Norðurlands vestra og Þingeyinga, Byggðasafn Húnvetninga Reykjum og Minjasafnið Hnjóti, Vesturbyggð. Heildarupphæð verkefnis 2004-7 er um 107 milljónir króna.

 

·         Snow Magic. Með verkefninu er stefnt að því að þróa vörur, þjónustu og atburði er varða ferðaþjónustu á vetrum, í nánum tengslum við menningu og sérstöðu einstakra svæða. Aðilar á einstaka svæðum í Svíþjóð, Finnlandi auk Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga og ferðaþjónustuaðilar við Mývatn eru þátttakendur í verkefninu. Heildarupphæð verkefnis frá 2004-7 er um 63 milljónir króna.

 

·         DESERVE(Delivering Services in Remote and Rural Areas). Verkefnið lýtur að þjónustu í dreifbýli þar sem áhersla er lögð á upplýsingagjöf um aðferðafræði og fyrirmyndir.  Íslenski hlutinn lýtur að yfirfærslu á þekkingu er varðar rafræn verkefni í dreifbýli og hvernig hægt er að bæta þjónustu á því sviði, með margvíslegum aðgerðum. Byggðastofnun er aðili að verkefninu en aðrir þátttakendur eru frá  Skotlandi, Svíþjóð og Finnlandi. Heildarupphæð verkefnis frá 2004-7 er um  142 milljónir króna.

 

 

Fyrri verkefni

Með þessum verkefnum eru íslenskir aðilar þátttakendur í 14 verkefnum af 29 innan NPP sem telja verður afar góðan árangur og sýnir um leið þá grósku og möguleika sem bjóðast með byggðaverkefnum sem þessum. Fyrir utan fyrrnefnd verkefni eru Íslendingar einnig aðilar að eftirfarandi verkefnum: 

 

·         Nature Based Tourism. Markmið verkefnisins er að þróa og efla frekari þekkingu á sviði náttúruvænnar ferðaþjónustu í aðildarlöndum, með ýmsum verkefnum, s.s. tengslanetum, nýjum vörum og þjónustu o.fl. Atvinnuþróunarfélag Vestjarða og Hólaskóli eru aðilar að verkefninu, ásamt aðilum í Skotlandi, Noregi og Svíþjóð. Heildarfjármagn verkefnisins 2004-6 er  um 130 milljónir króna.

 http://www.greentourism.org.uk/Default.aspx.LocID-008new184.RefLocID-008015.Lang-EN.htm

 

·         USEVENUE  Verkefnið miðar að því að efla félags- og efnahagslegan styrkleika þeirra svæða sem það nær til með verkefnum sem miða að sköpun sjálfbærra verkefna og atburða á viðkomandi svæði. Verkefnið nær til Finnlands. Svíþjóðar og Skotlands en á Íslandi er Ísafjarðarbær aðili að verkefninu.  Heildarafjármagn verkefnisins er um  90 milljónir króna. 

http://www.vestfirdir.is/index.php?page=usevenue

 

·         Development by branding the trademark(Brandr) er samstarfsverkefni milli fjögurra sveitarfélaga á norðurslóðum. Markmið þess er að skoða leiðir til markaðssetningar og ímyndarsköpunar sveitarfélaga t.a.m. með því að þróa „vörumerki”. Akureyrarbær tekur þátt í þessu verkefni. Heildarfjármagn verkefnisins 2004-6 er um 80 milljónir króna.

http://www.brandr.net/venstre.asp?id=62  

 

·         YoungEntrepreneur Factory(YEF) er verkefni sem miðar að því að virkja unga frumkvöðla á norðurslóðum. IMPRA–Nýsköpunarmiðstöð tekur þátt í verkefninu og einnig munu nokkur atvinnuþróunarfélög á landsbyggðinni vera aðilar að verkefninu. Heildarfjármagn verkefnisins 2004-6 er um 80 milljónir króna.

http://www.northernperiphery.net/cp/proj_details.asp?theid=50

 

·         Rural Business Information Exchange Systems.(RUBIES) er verkefni um upplýsingatækni í dreifbýli. Gagnasöfnun um stöðu upplýsingatæknimála í dreifbýli ásamt þróun hugbúnaðar eru meðal aðgerða í verkefninu. Íslenska verkefnið Upplýsingatækni í dreifbýli og Iðntæknistofnun eiga aðild að verkefninu.

Heildarfjármagn verkefnisins 2004-6 er um 62 milljónir króna.

http://www.rubies.eu.com/public/about_us.jsp

 

·         Community Learning Networks. Háskólinn á Akureyri tekur þátt verkefninu sem er um símenntun og fjarkennslu. Heildarfjármagn verkefnisins 2004-6 er um 71 milljónir króna.

http://edge.ramk.fi/

 

·         Small Town Networks.  Þróunarstofa Austurlands ásamt nokkrum sveitarfélögum á Austurlandi tekur þátt í verkefninu  sem miðar að sameiginlegri stefnumótunarvinnu sveitarfélaga. Heildarfjármagn verkefnisins 2003-5 er um 106 milljónir króna. 

http://www.smalltownnetworks.com/

 

·        Destination Viking - Sagas & Storytelling. Byggðastofnun ásamt sex íslenskum þátttakendum taka þátt í Víkinga verkefninu -  sem varðar uppbyggingu á menningarferðaþjónustu í tengslum við sögu víkinganna. Íslensku aðilarnir eru Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða með verkefni um Gísla sögu, Dalabyggð með Eiríksstaði og Leifsverkefnið, Safnahús Vesturlands með Egilsstofu, Grettistak sf í Húnaþingi vestra, Reykjanesbær með víkingaskipið Íslending og uppsveitir Árnessýslu með verkefni um Þjórsárdal og Þjóðveldisbæinn. Þetta er jafnframt fyrsta Norðurslóðaverkefnið sem er undir stjórn Íslendinga. Heildarfjármagn verkefnisins 2003-5 er um 80 milljónir króna.

http://www.destinationviking.com/

 

·         Rural Business Women Verkefnið snýr að atvinnusköpun kvenna í dreifbýli. Atvinnu- og jafnréttisráðgjafar Byggðastofnunar  koma að verkefninu fyrir Íslands hönd. Heildarfjármagn verkefnisins 2004-6 er um 71 milljón króna.

http://www.northernperiphery.net/cp/frameset.html

 

·        External Timber Cladding  Verkefnið lýtur að öflun og miðlun þekkingar um bestu lausnir er varða hönnun, byggingu og viðhald timburklæðninga á norðurslóðum. Rannsóknarstofnun Byggingariðnaðarins tekur þátt í verkefninu. Heildarfjármagn verkefnisins 2003-5 er um 75 milljónir króna.

http://cte.napier.ac.uk/research.html 

 

·         Northern Maritime Corridor Verkefnið lýtur að samgöngum á sjó þar sem áhersla er lögð á breyttar áherslur í flutningastarfsemi, auknar tengingar og aukna sjóflutninga.  Norður Atlantsnefndin (NORA) er tengiliður í verkefninu. Heildarfjármagn verkefnisins 2003-5 er um 160 milljónir króna.

http://www.northern.maritime.corridor.no/


Til baka

Fréttasafn

2025
janúar
2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389