Fréttir
Innviðaráðherra úthlutar 120 milljónum til sértækra verkefna sóknaráætlanasvæða
Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra hefur úthlutað styrkjum að fjárhæð 120 milljónum króna til átta verkefna á vegum þriggja landshlutasamtaka sveitarfélaga. Styrkjunum er ætlað að efla byggðir landsins og er úthlutað til sértækra verkefna á sóknaráætlunarsvæðum í samræmi við stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2018-2024 (aðgerð C.1). Alls bárust 24 umsóknir um styrki að fjárhæð tæpar 816 m.kr. fyrir árin 2022-2026. Þriggja manna valnefnd fór yfir umsóknir og gerði tillögur til ráðherra um úthlutun. Byggðastofnun annast umsýslu verkefnastyrkjanna. Verkefnin sem hljóta styrk eru:
Undirbúningur og forsendugreining hitaveitu í Árneshreppi. Fjórðungssamband Vestfirðinga hlýtur styrk að fjárhæð kr. 5.625.000,- á árinu 2022 til að undirbúa lagningu hitaveitu í Árneshreppi. Verkefnið felur í sér greiningu forsenda, hönnun, gerð fjárhagsáætlunar, samningagerð og stofnun rekstrarfélags.
Gróðurhús í Öxarfirði. Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra, SSNE, fá styrk að fjárhæð kr. 1.500.000,- á árinu 2022, en þetta er framhaldsverkefni. Ráða á verkefnisstjóra með aðsetur á Kópaskeri. Verkefnið snýst um nýtingu auðlinda í Öxarfirði, með jarðhita í sandinum og nýtingu hans fyrir gróðurhús.
Jarðhitarannsóknir við Gálmaströnd. Fjórðungssamband Vestfirðinga hlýtur styrk að fjárhæð kr. 17.000.000,- á árinu 2022 til undirbúnings og grunnrannsókna vegna uppbyggingar nýrra atvinnutækifæra í Strandabyggð. Ljúka jarðhitarannsóknum og undirbúa vinnsluholu við Gálmaströnd í Steingrímsfirði.
Grænir iðngarðar á Reykhólum. Fjórðungssamband Vestfirðinga hlýtur styrk að fjárhæð kr. 25.000.000,- árin 2022-2023. Hugmyndin með grænum iðngörðum er að auka aðdráttarafl svæðisins til fjárfestinga og nýsköpunar og auka þannig fjölbreytni í atvinnulífi og nýtingu á auðlindum svæðisins. Þörungamiðstöð Íslands verður kjarninn.
Orkusparnaður á Bakkafirði. Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra fá styrk að fjárhæð kr. 10.000.000,- fyrir árið 2022. Bakkafjörður er á köldu svæði og húshitunarkostnaður hár. Markmið þessa verkefnis er að útvega hitun fyrir Hafnartangann og aðliggjandi svæði, en þar má finna alla þjónustu Bakkafjarðar við heimamenn og gesti.
Áfram Hrísey. Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra fá styrk að fjárhæð kr. 10.000.000,- árin 2022-2023. Markaðssetja á Hrísey sem vænlegan búsetukost. Ráðinn verður verkefnisstjóri í því skyni.
Aðgerðaáætlun um sjálfbæra lýðfræðilega þróun miðsvæðisins. Samtök sunnlenskra sveitarfélaga fá styrk að fjárhæð kr. 13.200.000,- fyrir árið 2022. Verkefnið er fjórþætt. Vinna á rannsókn og greiningu meðal íbúa af erlendum uppruna, vinna að gerð móttökuáætlana á svæðinu fyrir nýja íbúa, gera markaðsgreiningu og markaðssetningu með áherslu á að laða að fjölskyldufólk og gera verkefnaáætlun um aðrar aðgerðir sem styðja við markmið verkefnisins.
Nýsköpunar- og þróunarverkefni í öldrunarþjónustu í Fjallabyggð. Samtök sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra fá styrk að fjárhæð kr. 37.675.000,- árin 2022-2024. Með verkefninu er stefnt að því að Fjallabyggð verði nýsköpunar- og þróunarsamfélag á sviði þjónustu við eldra fólk. Markmiðið er að endurmeta uppbyggingu, hugmyndafræði, áherslur, vinnulag, tækni og samhæfingu í velferðarþjónustu hjá sveitarfélaginu.
Í valnefnd sitja þau Elín Gróa Karlsdóttir, verkefnisstjóri hjá Ferðamálastofu, Sigurður Árnason sérfræðingur á Byggðastofnun, sem jafnframt er formaður og Snorri Björn Sigurðsson fyrrverandi forstöðumaður þróunarsviðs Byggðastofnunar. Skipun valnefndar og mat umsókna eru í samræmi við reglur um úthlutun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra á framlögum sem veitt eru á grundvelli stefnumótandi byggðaáætlunar fyrir árin 2018-2024.
Alls hafa 593 m.kr. verið ráðstafað til verkefna á aðgerð C.1 fyrir árin 2018-2024 en markmiðið með framlögunum er að tengja sóknaráætlanir landshluta við byggðaáætlun og færa heimafólki aukna ábyrgð á ráðstöfun fjármuna. Áhersla er lögð á að styrkja svæði þar sem er langvarandi fólksfækkun, atvinnuleysi og einhæft atvinnulíf. Verkefni sem hljóta styrk skulu nýtast einstökum svæðum eða byggðarlögum innan landshlutans, eða landshlutanum í heild. Íbúaþróun, samsetning atvinnulífs og atvinnustig og meðaltekjur eru meðal þess sem lagt er til grundvallar við mat á umsóknum í tíu matsþáttum.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember