Fréttir
Íbúar Dalabyggðar virkja auðinn
Í lok mars var íbúaþing haldið í félagsheimilinu í Búðardal í Dalabyggð. Þingið markaði upphaf samráðs við íbúa í byggðaþróunarverkefninu Brothættar byggðir sem er samstarfsverkefni á milli Dalabyggðar, Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) og Byggðastofnunar. Samkvæmt samningi þessara aðila er gert ráð fyrir að verkefnið vari í um fjögur ár. Íbúar völdu nafn á verkefnið og varð heitið DalaAuður fyrir valinu. Íbúaþinginu stýrði Sigurborg Kr. Hannesdóttir hjá Ildi. Unnið var eftir svokallaðri “open space” aðferð þar sem íbúar stinga upp á málefnum sem tekin eru til ígrundunar í umræðuhópum. Lífleg umræða var á íbúaþinginu um margvísleg málefni sem snerta byggðarlagið. Samkvæmt aðferðinni var málefnum gefið vægi og þeim forgangsraðað. Skilaboð frá íbúaþingi hafa verið tekin saman í greinargerð sem skoða má hér.
Linda Guðmundsdóttir hóf formlega störf 1. júní sl. sem verkefnisstjóri. Hún hefur aðsetur í stjórnsýsluhúsinu í Búðardal og eru íbúar hvattir til að leita ráðgjafar hjá henni um hvers kyns framfaramál. Hægt er að hafa samband við Lindu á linda@ssv.is
Nú stendur yfir vinna að verkefnisáætlun sem ráðgert er að liggi fyrir í drögum síðsumars. Verkefnisáætlunin byggir á skilaboðum íbúaþings annars vegar og stöðugreiningu verkefnisstjórnar hins vegar. Ráðgert er að blásið verði til íbúafundar í ágúst þar sem verkefnisáætlunin verður kynnt og lögð fyrir fundinn til umfjöllunar og samþykktar. Í kjölfarið verður opnað fyrir umsóknir í Frumkvæðissjóð DalaAuðs þar sem íbúum og velunnurum byggðarlagsins gefst tækifæri til að senda inn umsóknir um styrki vegna frumkvæðisverkefna sem styðja við framtíðarsýn og markmið verkefnisins.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember