Fréttir
Hörður Davíðsson í Efri-Vík er handhafi Landstólpans 2017
Á ársfundi Byggðastofnunar sem haldinn var í Miðgarði í Varmahlíð þriðjudaginn 25. apríl, var Landstólpinn, samfélagsviðurkenning Byggðastofnunar, afhentur í sjöunda sinn. Að þessu sinni hlaut athafnamaðurinn Hörður Davíðsson í Efri-Vík í Skaftárhreppi viðurkenninguna.
Landstólpanum er ætlað að vekja athygli á fjölbreyttu starfi sem fer fram víða um land og jafnframt vekja jákvæða athygli á starfi Byggðastofnunar. Tilnefna má einstakling, fyrirtæki, eða hópi/verkefni á vegum fyrirtækis eða einstaklinga. Viðkomandi skal hafa vakið jákvæða athygli á landsbyggðinni, t.d. með tilteknu verkefni eða starfsemi, umfjöllun eða öðru og gæti bæði hafa vakið athygli á byggðamálum, landsbyggðinni í heild, eða einhverju tilteknu byggðarlagi og þannig aukið veg viðkomandi samfélags. Viðurkenningin er hvatning, hugmynd að baki er að efla skapandi hugsun og bjartsýni.
Heitið Landstólpinn er fengið úr kvæði Jónasar Hallgrímssonar, Alþing hið nýja (1840). Jónas segir bóndann stólpa búsins og búið stólpa landsins, það sem landið treystir á. Viðurkenning Byggðastofnunar er þó ekki bundin við landbúnað eða sveitir landsins, merkingu búsins í bændasamfélagi 19. aldar er yfirfærð á nútímasamfélagið, sem byggir á mörgum stoðum og stólpum. Landstólpinn var fyrst afhentur árið 2011.
Handhafar Landstólpans 2011-2016:
- 2011: Jón Jónsson menningarfrömuður á Ströndum.
- 2012: Örlygur Kristfinnsson frumkvöðull í menningarferðaþjónustu og safnastarfi á Siglufirði.
- 2013: Þórður Tómasson safnvörður og fræðimaður á Skógum undir Eyjafjöllum.
- 2014: Fyrirtækið Norðursigling á Húsavík.
- 2015: Vilborg Arnarsdóttir frá Súðavík vegna uppbyggingar fjölskyldugarðs á Súðavík.
- 2016: Sönghópurinn Álftagerðisbræður ásamt stjórnanda sínum Stefáni R. Gíslasyni.
Viðurkenningargripurinn í ár er leirskál, hönnuð af Höllu Ásgeirsdóttur leirlistakonu. Halla stundaði nám í Myndlistaskóla Reykjavíkur og framhaldsnám í Bandaríkjunum. Hún sérhæfir sig í raku (japönsk leirgerð) og reykbrenndum leirmunum.
Tilnefningar til Landstólpans bárust víðsvegar að af landinu að venju, en alls voru 16 aðilar tilnefndir. Niðurstaða dómnefndar varð sú að veita hinum athafnasama frumkvöðli Herði Davíðssyni í Efri-Vík í Skaftárhreppi, Landstólpann 2017. Hann er vel að því kominn og dugnaður hans og drifkraftur er hvetjandi fyrir aðra, sem samrýmist vel þeirri hugsun sem býr að baki viðurkenningunni.
Úr rökstuðningi með tilnefningunni:
Hörður gerir það sem aðrir hafa ekki hugarflug til að framkvæma. Þegar þörf var orðin knýjandi á dvalarheimili í Skaftárhreppi þá sáu hann og kona hans Salóme Ragnarsdóttir um að koma dvalarheimili á laggirnar og ráku það í nokkur ár, þar til Klausturhólar urðu að veruleika. Sögur segja að Klausturhólar hefðu seint orðið til ef ekki væri fyrir Hörð (og Sallý). Ljósleiðari! Hvað er það fyrir mann eins og Hörð, tækifæri til að kaupa plóg og leggja fyrir fyrirtækið sitt, Hótel Laka, og bjóða öðrum að fá þægindin í leiðinni. Vatnsþurrð, hver bendir á annan, enginn tekur af skarið, allir vita hvað þarf að gera. Hörður fer af stað og veitir vatni. Rýfur haftið. Þegar ungur maður vill hefja rekstur, aðstoða ökumenn í vandræðum, og vantar bæði húsnæði og lyftu. Hver er það þá annar en Hörður sem segir, ég á hlöðu sem ég get rýmt, bílalyfta, kaupi hana. Hörður sér tækifæri þar sem aðrir sjá ógn. Hann er talinn ofvirkur en sagt er að enginn hafi tapað á honum.
Við óskum Herði til hamingju með Landstólpann.
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember