Fara í efni  

Fréttir

Heimsóknir í sveitarfélög á Vestfjörðum

Heimsóknir í sveitarfélög á Vestfjörðum
Frá skrifstofu Súðavíkurhrepps

Stofnunin átti fulltrúa víða um Vestfirði nýverið. 

Arnar Már forstjóri, Sigríður Elín forstöðumaður þróunarsviðs og Reinhard Reynisson sérfræðingur byrjuðu á því að heimsækja sveitarstjórn Reykhólahrepps þriðjudaginn 24. október þar sem ýmis mál bar á góma, þar á meðal húsnæðismál, aðgengi að heitu vatni, almenningssamgöngur, verslun í dreifbýli og fleira.  Seinna í sömu viku samþykkti stjórn stofnunarinnar svo að hefja aðildaviðræður við sveitarfélagið að verkefninu Brothættar byggðir.

Á miðvikudag kom þríeykið til fundar í Vesturbyggð og hitti á fjölmennan hóp sveitarstjórnarfólks.  Þar kom Aflamark Byggðastofnunar sérstaklega til umræðu auk óstaðbundinna starfa, ýmissa styrkja úr byggðaáætlun og lánveitinga.

Á fimmtudag mætti stjórn Byggðastofnunar til stjórnarfundar í húsakynnum Vestfjarðastofu á Ísafirði auk þess að funda þar með fulltrúum stofunnar, þeim Sigríði Ó. Kristjánsdóttur framkvæmdastjóra og Aðalsteini Óskarssyni sviðsstjóra byggðamála, um málefni Vestfjarða.

Á föstudag áttu svo Arnar Már og Sigríður Elín góðan fund með Braga Þór Thoroddsen, sveitarstjóra Súðavíkurhrepps.  Til umræðu voru  lánveitingar, styrkveitingar, gangnagerð, húsnæðisvandi og fjölmenning auk annars.

Þess utan voru fiskvinnslur á svæðinu heimsóttar.

Nú hafa 18 sveitarfélög verið heimsótt í þeim tilgangi að efla samstarfið um eflingu byggðar enn frekar.  Markmið stofnunarinnar er sem fyrr að klára heimsóknir til allra sveitarfélaga utan höfuðborgarsvæðisins fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar vorið 2026.

Frá heimsókn í Reykhólahrepp. Frá vinstri: Arnar Már Elíasson, Reinhard Reynisson, Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sveitarstjóri, Sigríður Elín Þórðardóttir, Hrafnkell Guðnason verkefnastjóri framkvæmda og uppbyggingar og Kjartan Þór Ragnarsson verkefnastjóri Hringrásarsamfélagsins.

Frá heimsókn í Súðavíkurhrepp. Frá vinstri: Bragi Þór Thoroddsen sveitarstjóri, Arnar Már Elíasson og Sigríður Elín Þórðardóttir.

Frá heimsókn í Vesturbyggð. Frá vinstri, aftari röð: Arnar Már Elíasson, Reinhard Reynisson, Tryggvi B. Bjarnason, Páll Vilhjálmsson, Elfar Steinn Karlsson og Geir Gestsson. Fremri röð frá vinstri: Sigríður Elín Þórðardóttir, Gerður Björk Sveinsdóttir, Gunnþórunn Bender og Jenný Lára Magnadóttir.

 


Til baka

Fréttasafn

2024
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2023
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2022
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2021
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2020
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2019
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2018
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2017
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2016
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2015
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2014
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2013
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2012
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2011
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2010
janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
2009
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2008
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
2007
mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
2006
janúar febrúar mars maí júní ágúst september
2005
janúar febrúar mars júní október nóvember desember
2004
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
2003
janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember

Skráning á póstlista

  • Byggðastofnun  |  Sauðármýri 2  |  550 Sauðárkrókur 
  • Sími 455-5400
  • postur@byggdastofnun.is
  • Opið frá kl. 8:30-12:00 & 13:00-16:00  | kt. 450679-0389