Fréttir
Hagvöxtur landshluta 2007-2011
Skýrsla um Hagvöxt landshluta er nú gefin út í sjötta sinn og að þessu sinni er fjallað um árin 2007-2011. Skýrslan er unnin af Dr. Sigurði Jóhannessyni hjá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands og Sigurði Árnasyni og Snorra Birni Sigurðssyni á Þróunarsviði Byggðastofnunar.
Á árunum 2007 til 2011 varð samdráttur í framleiðsla á þrem svæðum á Íslandi. Þ.e. á Austurlandi, Suðurnesjum og á höfuðborgarsvæðinu. Þar kallast á við það að á þessum svæðum var hagvöxtur mestur á þensluárunum fram til 2007. Kárahnjúkavirkjun og smíði álvers í Reyðarfirði eru meginástæða vaxtar og samdráttar á Austurlandi, vöxtur og fall bankanna er helsta skýring á breytingu á framleiðslu á höfuðborgarsvæðinu, en hin mikla sveifla sem orðið hefur í efnahagsumsvifum á Suðurnesjum er meira rannsóknarefni. Í öðrum landshlutum breyttist framleiðsla lítið á tímabilinu.
Mest hjaðnaði framleiðsla á Austurlandi frá 2007 til 2011, eða um rúman fimmtung (sjá mynd 1). Það er afleiðing verkloka við Kárahnjúka og við byggingu álvers á Reyðafirði. Næst mest minnkaði framleiðsla á Suðurnesjum á þessum árum, eða um 13%. Það skýrist að stórum hluta af samdrætti í byggingarstarfsemi. Þriðji mesti samdrátturinn varð í höfuðborginni og næsta nágrenni hennar. Þar skrapp framleiðsla saman um 8% frá 2007 til 2011. Samdrátt á höfuðborgarsvæðinu má skýra að hálfu leyti með falli bankanna en einnig með miklum samdrætti í byggingaframkvæmdum.
Nanari upplýsingar gefa Sigurður Árnason og Snorri Björn Sigurðsson í síma 455 5400
Fréttasafn
- 2024
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2023
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2022
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2021
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2020
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2019
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2018
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2017
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2016
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2015
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2014
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2013
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2012
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2011
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2010
- janúar febrúar mars apríl maí júní ágúst september október nóvember desember
- 2009
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2008
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október nóvember desember
- 2007
- mars maí júní júlí ágúst september október nóvember
- 2006
- janúar febrúar mars maí júní ágúst september
- 2005
- janúar febrúar mars júní október nóvember desember
- 2004
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí ágúst september október
- 2003
- janúar febrúar mars apríl maí júní júlí september október nóvember desember